Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 5
G o s v i r k n i í í s l e n s k r i k v e n n a b a r á t t u TMM 2016 · 4 5 Eins og jarðskorpan er samfélagið á stöðugri hreyfingu, það er lifandi ferli en ekki eitthvað stöðugt og líkt og á flekasamskeytum byggist upp spenna á kynjasamskeytum samfélagsins. Það gerist vegna núnings eða misgengis á milli félagslegra breytinga sem breyta aðstæðum kvenna og gamalla menn- ingarbundinna hugmynda um hlutverk og stöðu kvenna. Þær hugmyndir breytast mun hægar en yfirborðsgerð samfélagsins. Spennan, sem núningur á milli þessara fleka mannlífsins orsakar, veldur óróa eða skjálftum og það safnast í kvikuhólfið. Þegar losnar um spennuna flæðir kvikan upp á yfir- borðið í formi baráttuhreyfinga kvenna. Það gýs. Eftir ákveðinn tíma taka gos af þessu tagi enda, ýmist vegna þess að baráttuhreyfingar ná markmiðum sínum og kvikuhólfið tæmist eða vegna þess að kvikan leitar annað. Svo fer gosórói aftur að mælast, spennan eykst og aftur verður gos og þannig koll af kolli. Á þennan veg má líkja kvenna- baráttunni við eldfjall sem gýs aftur og aftur. Það er í samræmi við þá skoðun að markmiðum kvennabaráttunnar sé enn ekki náð. Hin félagslega persóna Í mannfræði er hin félagslega persóna álitin smækkuð mynd af samfélaginu. Hún er því mismunandi frá einu samfélagi til annars. Persónan er skilgreind sem gerandi með ákveðin réttindi og skyldur og þar með stöðu í samfélaginu sem er almennt viðurkennd. Sömuleiðis er hún viðurkennd sem dómbær. Mismunandi þættir fléttast saman í gerð persónunnar svo sem kyn, aldur, starf, menntun, ætterni og fjölskylda og fleira, og er mismunandi eftir sam- félögum hversu þungt hver þáttur vegur. Persónan getur endurskapað sjálfa sig með því til dæmis að krefjast nýrra réttinda sem gefa henni nýja stöðu í samfélaginu. Réttindabarátta kvenna snýst um að konur una ekki lengur viðtekinni skilgreiningu á því hverjar þær eru álitnar vera og krefjast nýrra réttinda, tækifæra og hugsunarháttar sem gefur þeim nýja virkni og gerendahæfni og endurskapar þær sem félags- legar persónur. Barátta kvenna fyrir kosningarétti og kjörgengi er gott dæmi um þessa endursköpun. Ef konur öðlast þau réttindi sem þær berjast fyrir og endurskilgreina sig þannig sem félagslegar persónur hefur það áhrif á sam- félagið allt enda er persónan skilgreind sem smækkuð mynd af samfélaginu. Með því að endurskapa konur sem félagslegar persónur endurskapast því samfélagið, það breytist og það getur leitt til þess að enn þurfi að endurskil- greina konur sem félagslegar persónur og þannig koll af kolli.5 Fyrsta gos6 Á síðustu áratugum 19. aldar þegar Ísland tekur að iðnvæðast og þéttbýli að myndast skapast spenna á kynjasamskeytum samfélagsins. Þessar þjóð- félagsbreytingar höfðu í för með sér breytta stöðu og hlutverk kvenna í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.