Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 62
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 62 TMM 2016 · 4 eru mörk tilverustiga dregin æ og aftur en með mismunandi hætti í skáld- sögunni og færast frá myndinni af þorpinu, hæðinni og höllinni inn í hin lokuðu rými, húsakynni, þar sem stundum „sést ljós og maður í því“, en svo er eins og hann sökkvi í framandleikann. Það væri rannsóknarefni út af fyrir sig, einskonar mælingavinna, að kortleggja húsakynnin í sögunni, en þar er farið á milli tveggja veitinga- og gistihúsa, skólabyggingar, skrifstofa og einkaheimila – en jafnframt eru mörk einkalífs, atvinnu og valdastofnana stöðugt brotin niður. Sveitarstjórinn er rúmfastur heima hjá sér þegar hann tekur á móti K. til að ræða starfsráðningu hans, en sjálfur sofnar K. síðar sitjandi í rúmi ritara nokkurs sem þylur yfir honum smáatriði málsmeð- ferðar. Er ratljóst? K. er örmagna, enda er hann stöðugt á ráfi á milli staða í þorpinu, ferða- langur sem fyrr, og þreytan er raunar ákveðið stef í verkinu. En það er þrautseigjan líka og ljóst er að K. leggur allt kapp á að komast til hallarinnar. Honum gengur illa að nálgast hana eftir götum þorpsins – að lokum reynist snjórinn honum ofviða og hann situr beinlínis fastur í honum (19) – þann- ig að hann ákveður að nýta sér sendiboðann Barnabas og fylgir honum með erfiðismunum í ferð sem hann telur að muni enda í höllinni. En þessi sendiboði „guðanna“ er enginn Hermes og ekki er fullljóst hvort hann hefur sjálfur nokkurn tíma stigið inn fyrir raunverulegan þröskuld hallarinnar, enda sætir fjölskylda hans útskúfun eftir að önnur systir hans, Amalía, hafði þótt sýna dónaskap er hún hafnaði tilmælum frá einum af embættis- mönnum hallarinnar sem hafði fengið á henni augastað. Þannig teflir Kafka saman heimum í sögu sinni. K. er „afvegaleiddur“ og í stað þess að komast til hallarinnar heimsækir hann og kynnist þessari fjöl- skyldu sem þola verður einangrun í þorpinu og aðrir hafa skömm á. Hann gefst þó ekki upp á sínu óljósa hallarerindi og eyðir mikilli orku í að reyna að nálgast yfirmann sinn, Klamm að nafni. Þeir lesendur sem héldu að Kafka væri með nafninu „K.“ eingöngu að vísa með kaldhæðnum eða gaman- sömum hætti á sjálfan sig sem höfund, sjá nú nýtt tákngildi í bókstafnum. K. vill komast í tæri við Klamm. Stúlka sem starfar í veitingahúsinu Herra- garðinum, Fríða að nafni, leyfir honum raunar náðarsamlegast að kíkja á Klamm í gegnum gægjugat (52) – maðurinn sem sést kallast í huga lesanda á við áðurnefnda mannsmynd hallarinnar. Síðar í sögunni eiga fleiri eftir að reyna að koma auga á Klamm í gegnum skráargat (146–147) – og á þýsku merkir nafnorðið „Klamm“ reyndar þröngt gljúfur. Leiðin er ekki greið, en þegar Fríða tjáir K. að hún sé ástkona þessa mikilvæga manns, líður ekki á löngu áður en hún og K. hvíla í faðmlögum undir barborðinu. Á sinn hátt stígur K. með þessu skref í átt til Klamms, en Fríða er að fara í hina áttina og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.