Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 22
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 22 TMM 2016 · 4 Hvað meturðu minnst í fari manneskju? Yfirgang, undirferli, sjálfsvorkunn, ósanngirni, grimmd gagnvart dýrum og mönnum, ákveðna tegund af eigingirni. Hver er uppáhaldsliturinn þinn og blóm? Dýragras er bláa blómið mitt. Ég hugsa mikið um liti – það fer eftir tíma- bilum hvaða litur er í forgrunni en almennt er blágrænn minn eftirlætislitur. Sama gildir með blóm og fugla: eftirlætisblóm einkennir hvert tímabil og ég er yfirleitt undrandi yfir því hvaða blóm verður fyrir valinu í undirvitundinni. Nú er ég á milli blóma, bíð eftir næsta. Fjalldalafífillinn er mjög fallegur, hann hafði merkingu fyrir mig fyrir þrjátíu árum og aftur núna. En nú vel ég lambagrasið. Uppáhaldsfugl? Uglan hefur lengi verið minn fugl en nú finnst mér vera kominn tími til að annar fugl taki við eða bætist við. Ég hélt lengi vel upp á krákurnar og geri enn. Og alla smáfuglana á Íslandi, sérstaklega hrossagaukinn og spóann. En nú langar mig til að velja mér nýjan fylgifugl, bíddu við. Rjúpan, krían og lóan. Heyrðu, ég vel kríuna af því hún ver ungana sína svo vel og mig langar til að tileinka mér meiri ákveðni. Annars var krían fylgdarfugl Ástar- meistarans. Nei, ég held ég velji maríuerluna, uppgötvaði hana um daginn: hún er hinn íslenski kólibrífugl, dansar í kringum hreiðrið. Svo heitir hún í höfuðið á Maríu sem ég er nýbúin að uppgötva. *** Ertu gift, í sambúð? Hvað heitir heimilisfélagi þinn ef ég má spyrja? Nei, ég er ekki gift og ekki í sambúð. Seinna nafn núverandi heimilisfélaga míns er fyrra nafn fyrrverandi heimilisfélaga míns og kærasta, Magnúsar Guðjóns.  Já einmitt, þú eignaðist þitt fyrsta barn í fyrravor. Hvað heitir sonur þinn? Hvernig mótar hann líf þitt? Viltu segja mér frá fyrsta árinu í lífi þínu sem móður? Ævar Magnús Magnússon heitir sonur minn. Hann er ekki fylgi- hnöttur minn, hann er sólin, ég er tunglið – hinn Pýþagóríski samhljómur plánetanna finnst mér núna fyrst hafa merkingu. Ég get annars ekki lýst þessum áhrifum, einhvern tíma mun ég reyna það. Dagbókaráráttan kom upp í mér, mig langaði svo til að ná í orð þessari upplifun – þessari reynslu, ævintýri – eftir fæðingu drengsins en ég gat lítið skrifað. Nema ljóð, meðan ég hafði hann á brjósti var ég með glósubók til að punkta hjá mér og vann að nokkrum verkum í huganum. Þvílík geðhrif – má ég grípa tækifærið og hrósa oxítós-hormóninu, öðru nafni ástarhormóninu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.