Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 13
TMM 2016 · 4 13
Kristín Ómarsdóttir
Í dag er fengitími dýranna
og enginn tími fyrir ljóð
Viðtal við Oddnýju Eir Ævarsdóttur rithöfund
Frá aldamótum hefur Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur sent frá sér
sex skáldsögur auk annarra verka, á sjónarrönd bíða fleiri. Fyrstu þrjár
bækurnar sem út komu kallar hún skáldævisögur. Þegar ég hitti hana fyrst
var hún á rokkstjörnualdri, 27 ára doktorsnemi í París, klædd í vanillu-
blússu, gekk með fingurbjargarbrúsa sem innihélt vanilluilm, sagðist mundi
skrifa ævisögu sína – bráðum – um það bil tíu bækur; ég lærði að ekki væri
seinna vænna.
Skáldævisögurnar eru í búningi ævintýris. Með aðstoð skáldagaldra dul-
býr hún landamærin á milli skáldskapar og raunveruleika – sem auðvitað er
líka ævintýri og tilbúningur innan þess misjafnlega þrönga skipulags, kerfis
eða ramma sem samfélagið setur mannsbörnum sínum. Sögugerðin er fersk,
fim og létt, þrátt fyrir þemu sem mörg vega þungt því Oddný á auðvelt með
að lyfta umræðum upp í þyngdarleysið, á hin færanlegustu svið. Hún leitar
að nýjum aðferðum við að segja sögu og til að lifa lífinu án þess að týna því
besta úr arfi fortíðar, í sátt við náttúruna og umhverfið svo manneskjan – og
lífríkið allt – fái notið sín. Til þessarar leitar og leiðsagnar – ásamt því að
skálda – er hún vel búin. Bækurnar snerta kynslóðir og þrýsta á neyðar-
hnappa í tímanum.
Oddný Eir lauk meistaranámi og fyrrihluta doktorsnáms í heimspeki
og hefur víða ratað á einbeittum ferli. Hún hefur frá unga aldri haft annan
fótinn úti á landi og hinn í miðbænum og hefur búið í Búdapest, París og
New York. Hún er rithöfundur, fræðimaður, heimsborgari, umhverfissinni,
og gætir að rótunum, hefur unnið með ritað efni frá forföður sínum Bólu
Hjálmari, foreldrum og ömmum, rannsakað söfn og arkíf, stúderað fræði
Hönnuh Arendt og fleiri. Um leið og hún gætir arfsins siglir hún á ókönnuð
og ný mið og þangað nýtur lesandinn dyggrar, fróðlegrar leiðsagnar og
skemmtunar.
Fyrir ritstörf sín hefur Oddný Eir hlotið tilnefningar, verðlaun og viður-
kenningar. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014
og Fjöruverðlaunin fyrir nokkrum árum. Bækurnar eru þýddar á nokkur