Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 54
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 54 TMM 2016 · 4 skilningi og niðurstöðu sem þau geyma eða virðast birta. „Ef ekki er að minnsta kosti tilfinning fyrir byrjun“, segir Said, „er í reynd ekkert hægt að gera, hvað þá að hægt sé að ljúka því“ (49–50). Höllin er skáldsaga án endaloka. Hún er skáldsaga sem hættir fremur en að hún endi. Það má færa rök fyrir því að hún hætti snilldarlega, en hún er samt ekki saga sem höfundur gekk frá til útgáfu með endi sem dulbúinn er sem endaleysi. Kafka lagði handritið frá sér óklárað og dó ekki löngu síðar. Ef marka má fræg skilaboð sem hann skrifaði á blað fyrir vin sinn Max Brod, vildi hann láta farga sögunni ásamt fleiri handritum sínum. Brod óhlýðnaðist og verkið sem hann birti 1926, tveimur árum eftir lát höf- undarins, og ýmsir þýðendur og útgefendur hafa síðar komið á framfæri, er því „stýfð“ saga, verk án frágenginnar heildarbyggingar. Verk sem er merkt dauða höfundarins en er jafnframt vettvangur frestunar, leitar og ferðalags. Lesandinn hefur ekki handfestu endisins, lokanna, og fyrir vikið verður enn meira álitamál en ella hvernig sagan byrjar. Enn má spyrja: Hvar og hvernig byrja sögur? Fyrsta svar er: Með því að teygja sig í upprunann; með einhverju afbrigði af ávarpinu sem virðist geta vísað í senn til uppruna mannlífs og óminnis frumbernskunnar: Einu sinni var … Sagnafólki sem hverfur frá þeirri ágætu hefð er stundum hrósað fyrir lagni við að hefja sögu in medias res, í miðjum klíðum. Lesandi gengur þá fyrirvaralaust inn í framandi lífríki sem hann síðan glöggvar sig á, meðal annars með markvissum endurlitum til þess sem gerst hefur áður í veröld sögunnar, jafnframt því sem henni vindur fram, uns hann er sjálfur orðinn hagvanur í þessum heimi. Þetta verður ekki sagt nema að takmörkuðu leyti hvað Höllina varðar, þótt hún byrji í miðju kafi. Reyndar byrjar hún á kafi í snjó og kemur aldrei alveg úr kafinu (það orð lendir hér í séríslensku sam- bandi við nafn höfundarins). Um atburðarás sögunnar er hægt að vera bæði stuttorður og langorður. Maður þarf ekki einu sinni að hafa lesið neitt verk eftir höfundinn til að setja fram stuttu gerðina. Eins konar grunnhugmynd um verk Kafka eða hinn svokallaða „kafkaíska“ veruleika þeirra, er á almennu sveimi í menningunni og færir þeim sem les tilvitnaðar upphafslínur Hallarinnar, eftirfarandi lykil að verkinu: „Þetta er áreiðanlega saga um einstakling sem vill komast upp í þessa höll, en nær aldrei þangað, því að hann festist í skrifræðiskerfinu; lendir á fáránlegum og endalausum þvælingi um ganga þess og afkima.“ Þetta má til sanns vegar færa, en þessi forvitneskja hefur ekki rænt neinu frá lesandanum, ekki frekar en upplýsingarnar sem kólumbíski rithöf- undurinn Gabriel García Márquez veitir „allt of snemma“ í kunnri nóvellu sinni um morðið sem á eftir að fremja. Spennan í þeirri sögu, sem Guð- bergur Bergsson þýddi á sínum tíma, minnkar ekki, heldur færist yfir á aðra þætti í atburðarásinni.4 Söguhetja Kafka telur sig sannarlega eiga erindi til hallarinnar en fær að reyna hið fornkveðna að lífinu vindur fram á meðan dvalið er við ráðagerðir. Og því hlýtur að vera um fleiri en einn lykil að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.