Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 16
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
16 TMM 2016 · 4
Varstu pabbastelpa? Mömmustelpa? Hvorugt?
Hvort tveggja. En líklega meiri mömmu-. Og mikil ömmu- líka.
Hafa foreldrar þínir haft áhrif á þig og bækurnar?
Já, mikil áhrif og þess vegna á bækurnar, því neita ég ekki. Eftir unglings-
árin og togstreituna sem þeim fylgdi vann ég meðvitað í því að eiga við þau
gott og náið samband. Blóðtengsl eru viðkvæm sambönd, eins og sögurnar
í harmleikjunum kenna okkur og ég held það sé ein af lífsins áskorunum
að komast fyrir þessi tilfinningalegu og menningarlegu dauðagil – komast
yfir brúna og til lands þar sem vex eitthvað annað en þreytt epli. Foreldrar
mínir hafa gert sitt og ég hef gert mitt til að skapa vináttu. Ég skrifa held ég
á grunni vináttu en líka út frá sárunum, æskusárunum, enda hef ég séð fyrir
mér að skrifa á sárabindi sem er orðið eins og fljúgandi handrit.
***
Varstu snemma læs? Manstu hver kenndi þér að lesa? Lastu mikið sem
barn? Hver var uppáhaldsbókin þín þegar þú varst lítil?
Ég man ekki hver kenndi mér að lesa en mig minnir að það hafi tekið mig
dálítinn tíma og ég les frekar hægt. Ég var ekki lestrarhestur, frekar lesasni.
Þegar við fórum til Frakklands var ég að verða læs og þegar ég yfirgaf skóla-
stofuna í síðasta sinn stóð orðið fleur á töflunni. Eða stóð: Fleur de mal? Svo
man ég eftir franskri ungbarnabók sem hafði mikil áhrif og ég veit nákvæm-
lega hvernig lítur út en man ekki nafnið og finn hana ekki.
Ég bjó vel að því að hafa Vilborgu Dagbjartsdóttur skáld á skólabóka-
safninu í Austurbæjarskólanum og hún leiðbeindi mér í lestrinum. Ég man
eftir að hafa lesið með ánægju bækur eftir Mariu Gripe, um Elvis og Húgo
og Jósefínu, þekkirðu þær?
Já, ég las þær.
Jú og svo las ég allar Tinnabækurnar í sveitinni, milli verka, ég las þær
svona þrjúhundruð sinnum. En ég er að gleyma mikilvægu atriði: pabbi las
stundum upphátt fyrir okkur, meðal annars Njálu og mamma las Sálminn
um blómið og hló svo mikið að ég hélt hún væri að tapa sér.
Mér hefur alltaf þótt gott að hlusta á sögur og líka að hlusta á fólk segja
sögur og sjálfri finnst mér mjög gaman að segja sögur – með því besta sem ég
veit og fátt gefur mér jafn mikið og samtöl tveggja og fleiri þegar sagðar eru
sögur og farið er vítt og hratt um völl, menn grípa fram í hver fyrir öðrum og
inn fléttast útúrdúrar og enn fleiri sögur og brot. Samræða kvenna fer oft í
skemmtilega hringi og spírala. Þessa hringrás hef ég reynt að höndla í rituðu
máli en á langt í land.
Ég hef haldið dagbók frá því ég var ellefu ára. Þó ég hafi ekki lesið dag-
bækurnar að ráði man ég að þegar ég byrjaði að færa dagana til bókar stóð ég