Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 20
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 20 TMM 2016 · 4 Eftir BA-próf fór ég til Ungverjalands. Ég ætlaði bara að læra tungumálið en það leituðu á mig spurningar sem mig langaði til að finna svörin við. Ég var komin til Austur Evrópu þar sem nákvæmar njósnir á mannlífinu voru stundaðar á Sovét-tímanum. Ég var orðin þreytt á akademíunni en ég varð samt að skilja eitthvað meira um tengsl skjalasafnsins við núið og leyndar- málin. Ég fann að undirbúningi mínum undir ritstörfin væri enn ólokið og ég yrði að fresta skáldskapnum um sinn. Hugurinn varð að hefja rannsókn. Ég get verið spök núna, litið um öxl og sagt að í tuttugu ár hafi verið í mér rosaleg löngun til að skilja og fara ofan í saumana á okkar tímum. Og mig langaði að þjappa þekkingunni niður í skilningsgrundvöll áður en ég byrjaði að skrifa. Ég hef ekki þessa þörf lengur, sem betur fer. Fyrstu bækurnar mínar koma beint úr þessum samþjappaða grunni. Þær eru eins og atriðisorðaskrár yfir bunka af þekkingu og upplifunum. Lesandinn á að fá aðgang að miklu stærra samhengi í gegnum einhvers konar lykilorð. En oft er þetta líka bara bull. Eins og maður lægi lengi í hebreskri málfræði og þegar maður ætlaði svo loksins að fara að tala kæmi bara jarm. Svo fórstu í framhaldsnám í heimspeki í Parísarborg? Já, mér fannst ég verða að stunda heimspeki í París og að skrifa glósur á tungumáli sem ég skildi varla. Ég get ekki lesið þessar glósubækur – hálfar setningar á frönsku, hálfar á íslensku og ljóðlínur á jaðrinum, líka mikið um þrípunkta eða tákn sem þýddi: Athuga betur heima, fletta upp, skil ekki alveg … *** Hvert er uppáhaldsorðið þitt? Ef maður væri staddur ofan í holu væru þetta góðar spurningar til að glíma við, ofan í holunni, velta orðum fyrir sér daglangt og dögum saman. Þótt orðið sé samsett held ég mikið upp á þetta orð: móðurmál. Og ég held upp á orð þar sem bókstafirnir g og n fara saman eins og í gegndi og Magnús og líka bókstafirnir ð og l eins og í blöðru og döðlu og trauðla. Ég kenndi íslensku í Búdapest og bjó til orðaleiki fyrir nemendurna til að átta sig á framburðinum á „fl“ og „gl,“ eins og í nafli á uglu. Eitt orð er í uppáhaldi þessi misserin en það er orðið svona. Ég hefði ekki trúað því hversu oft maður notar þetta orð fyrstu vikurnar og mánuðina eftir fæðingu barns. Ég áttaði mig á því einn daginn að ég sagði svona við öll tækifæri og út í eitt. Það er eins og það feli í sér allar merkingar, svona svona. Hvaða orð eru ekki í uppáhaldi? Stytt orð eins og: tásur, pönsur, pjásur þykja mér væmin – eða það hefði ég sagt fyrir nokkrum mánuðum – nú nota ég þessar druslur gjarnan í sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.