Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 107
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“ TMM 2016 · 4 107 Hver er hann þessi handalausi maður sem eigrar um í skóglausu landi? Stóra samhengið: Hvað er stöðugt verið að fást við, fjalla um núna í umhverfisumræðu? Inngrip mannsins í náttúruna sem er að ganga frá henni. En það er ekki „rót meinsins“ – meinið hefur rót, taktu eftir því, eins og tré, það vex líka eins og krabbamein. Það er ekki hönd mannsins, hæfni hans og hæfileikar að nota hendur sínar, það er ekki rótin að meininu, heldur væntan- lega, ja, sirka hvernig hann beitir hæfni sinni. Hvort hann stundar „sjálfbæra notkun náttúrunnar“ eða ekki, hvort hann semsé leitar jafnvægis eða ekki. Ljóðið segir skýrt hvað maðurinn kann, hann kann að höggva, sem er gott og vont og sama hönd kann líka að hlúa að … og það er hægt að hlúa að barni og tré o.s.frv. Svo koma línurnar tvær í lokin. Vangavelta … ekki túlkun: Tökum dæmi af eyðingu skóga á Íslandi, nærtækt dæmi. Maðurinn hjó skóginn með höndum sínum; það sem hann gerði um leið en án þess að vita það – var að hann hjó sínar hendur af og minnkaði um leið möguleika sína, til góðs og ills, minnkaði möguleika til að höggva og hlúa að. Og aftur segi ég: „Trjálaus erum við tóm“. Eldur í húsum, draumvirknin, leitin og ráfið ELDUR Í HÚSUM við horfðum á eldinn læsa sig í eitt húsið af öðru, gengum inn, fengum okkur spæld egg súpu súrmjólk og fleira hlustuðum á sögur þularins af eldsumbrotum í húsunum og skildum þetta náttúrlega ekki fyrr en rauðum bjarma sló inn á matborðið10 Þetta ljóð úr Ljóð vega salt þykir mér sterkt og seiðandi ekki síst fyrir orða- lagið „eldsumbrot í húsunum“ … Þetta ljóð er ort árið 1968, fimm árum fyrir Vestmanneyjagos en ég áttaði mig ekki á tengingunni fyrr en síðar. Ég hafði alltaf hugsað mér það sem ljóðrænan jarðskjálftamæli sem fór af stað, þ.e.a.s. það er eitthvað mikilvægt byrjað að víbra í andrúmsloftinu sem kemst inn í ljóðið, ER beinlínis ljóðið. Þetta ljóð er ekkert nema þessi titringur. Ort í apríl 1968, maí er skammt undan. Allt rólegt á yfirborðinu, gleymum því ekki að maí ’68 kom öllum rosalega í opna skjöldu. Þetta er ort út frá draumi, öllu heldur milli-draums- og-vöku-hugrenningum. Það er einfaldlega greinargerð fyrir því, skrifað hratt og lítið breytt eftir fyrstu atrennu. Svo var ég mjög hissa þegar ég sá í sjónvarpinu frá Vestmannaeyjagosinu, þarna voru virkilega „eldsumbrot í húsunum“ – altso algjörlega konkret, raunverulega. Ekki táknrænt eins og ég hafði haldið að þetta væri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.