Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 103
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“ TMM 2016 · 4 103 Það liggur beinast við að hefja viðtal þetta við Sigurð Pálsson á þessu ljóði sem hann hefur sjálfur sagt að sé sitt póetíska manifestó.2 Að hans sögn brýst hvert ljóðskáld sem máli skiptir út úr tungumálinu og inn í það aftur enda fæst ljóðlistin umfram allt við að sýna fram á að tungumálið sé takmarka- laust. Í ljóðlistinni eru engir steyptir veggir eða hurðir með læstum skrám og þungum lyklum heldur er hún opin til allra átta, „alltaf að fást við landa- mæri merkingar í tungumálinu; þessi mörk þar sem annars vegar er skýr merking og hins vegar flaumur lífsins og tímans þar sem ekki er búið að festa merkinguna. Oft hefur hlutverkaskipting kynjanna einmitt verið fólgin í því að konur gefa líf, geta af sér og færa einhverjum nýjan tíma og karlar hafa svo reynt að gefa merkingu. Kannski er ljóðlistin oft að fást við samruna þessa; annars vegar að gefa lífinu merkingu og síðan að búa til nýjan tíma, nýtt líf í tungumálinu,“ sagði Sigurður í einu spjalli okkar. Um þetta nýja líf í tungumálinu snýst viðtalið en minna um ætt og uppruna, æskuár og mótun enda hafa því efni verið gerð skil í ótal viðtölum sem birst hafa við skáldið í gegnum tíðina.3 Hér verður gengið beint inn í húsið. Viðtalið er komið til ára sinna, unnið upp úr samtölum okkar Sigurðar á árunum 2006 til 2008. Vitundargrunnur og frumteikning Manstu hvað þú skrifaðir um í þínum allra fyrstu ljóðum? Ja, þau urðu ekki til fyrr en í bókfærslutíma í 3. bekk MR. Þau eru öll horfin í gleymskunnar djúp enda voru þessir textar hálf-átómatískir, ritaðir án áforms, án mikillar vitundar, út úr leiðindum. En frá sirka fimm ára til tíu til tólf ára skrifaði ég afar mikið af prósa, m.a. sögum. Áttu einhverjar minningar um þau skrif? Hvort ég á. Ég á bæði minningar um þau skrif og líka talsvert af skrif- unum sjálfum. Annars vegar eru þetta staðreyndatextar, hins vegar skáld- skapur, allt sagnaskáldskapur. Staðreyndatextarnir eru til dæmis Veðrabók, Ærbók o.s.frv. og hins vegar voru þetta sögur sem urðu yfirleitt þannig til að ég tók nokkur A4 blöð á skrifstofunni hjá pabba, braut þau í fernt og hefti saman, þá var komið format, skapalón. Þá var ekkert eftir annað en teikna mynd á forsíðuna, semja titilinn og byrja á sögunni. Hún þurfti auðvitað að passa nokkurn veginn inn í blaðsíðufjöldann. Það tókst merkilega. Systkini mín fengu þessi verk gjarnan að gjöf á afmælum etc. Svo skrifaði ég reyndar líka á laus blöð, þau verk eru týnd. Nokkrar af þessum sögum mínum sem komust í annarra hendur eru til, Sjóferðin til Gufuvíkur til dæmis. Nú verð ég forvitin. Um hvað fjallar Sjóferðin til Gufuvíkur? Ef ég man rétt er mikið um veiðiskap þarna um borð, þetta er veiðiferð frekar en ferðalag á sjó. Aðalpersónurnar tveir krakkar. Mig minnir að sé nákvæmlega tiltekið hvað hvor veiðir mikið, tölur og reikningsskapur. Svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.