Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 136
U m s a g n i r u m b æ k u r 136 TMM 2016 · 4 er ég hafði haft af þeim og þá sá ég að allt var það hégómi og eftirsókn eftir vindi og að enginn ávinningur er til undir sólinni.“ (Prédikarinn 2.11) Þessi eindregna niðurstaða vekur ýmsar spurningar sem vísa í ýmsar áttir: Í fyrsta lagi mætti spyrja hvort skáld- sögurnar sjálfar, hinar stórbrotnu myndraðir Ólafs Gunnarssonar, séu ekki undir sömu sök seldar og verk Ill- uga, að gildi þeirra sé fyrst og fremst hægt að mæla eftir þeim boðskap um náð guðs sem þær boða – allt annað sé hégómi? Og þá hlýtur sá lesandi sem ekki fylgir sömu stefnu og Ólafur í eilífðarmálunum að spyrja sig hvernig hann nálgast þessar bækur. Einfalda svarið, og líklega það eina sem í boði er, er að maður geti notið stórbrotinna trú- arlegra listaverka eins og skáldsagna Ólafs á sama hátt og miðaldadómkirkju, fúgu eftir Bach eða sálumessu Mozarts – hversu trúlaus sem maður annars er. Það svar nægir þeim sem hér skrifar. Einar Már Jónsson Örlögsímu Einar Már Guðmundsson. Hundadagar. Mál og menning 2015 Svo hafa ýmsir söguspekingar sagt að fortíð mannsins sé ótæmandi, ekki aðeins atburðirnir bæði stórir og smáir að viðbættum gerendum þeirra, sem geta vitanlega leikið fjölmörg hlutverk hver og einn, heldur og hin ýmsu tengsl sem hægt sé að rekja á milli þeirra; því birtist hún sjónum þeirra sem í hana rýna eins og sjónhverfingar í kviksjá. Af þessu leiðir vitanlega að þeim sögum sem segja má af fortíðinni eru lítil tak- mörk sett. Undanfarna áratugi hefur þetta verið að renna upp fyrir mönnum skýrar en áður, og má hafa til marks um það hinar fjölbreyttu gerðir sagnfræði sem nú eru skrifaðar; þær sérsögur sem samdar eru samkvæmt gamalli hefð gerast sífellt fjölbreyttari, þær segja kannske frá líðan fátæklinga fjarri hlýju hjónasængur eða þá frá kólerufaraldrin- um í Hamborg árið 1892; atburðasaga, sem sumir fordæmdu einu sinni, er aftur hafin til vegs og virðingar í enn fjölbreyttari myndum en áður, t.d. eru samdar merkar bækur um einn einasta bardaga sem stóð þó ekki yfir nema stutta stund, svo sem orustuna í Bouvi- nes í byrjun 13. aldar; það er mjög í tísku um þessar mundir og gefur góðan árangur að skrifa sögu eins einstaks árs og tengja þá saman fjölmargar ólíkar hliðar svo sem bardaga og bókmenntir, orustuna í Kvíbekk og Birting eftir Voltaire; svo má ekki síst nefna bolla- leggingar manna um það hverjar afleið- ingarnar hefðu orðið ef einhver atburð- ur hefði farið á aðra lund en hann gerði, t.d. ef einn erkihertogi hefði ekki geisp- að golunni í Sarajevó, en þótt þetta sé umdeilt færa ýmsir rök að því að þetta sé fyllilega réttmætt, jafnvel nauðsyn- legur þáttur sögunnar. Loks verður að telja sögulegar skáldsögur sem njóta ekki mikillar virðingar meðal sagnfræð- inga þessa stundina, en voru einu sinni taldar fullgildur þáttur hennar, ekki síst vegna þess að þar var hægt að velta fyrir sér ýmsum spurningum, meðal annars í söguspeki, sem venjuleg sagnfræði átti erfitt með að taka til athugunar. Ekki er ólíklegt að þær eigi eftir að njóta aftur fullrar virðingar meðal fræðimanna ekki síður en lesenda, kannske í nýjum myndum, og margefldar. Með þessu er vitanlega ekki sagt að þar sem sögunum af fortíðinni séu engin takmörk sett séu þær allar jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.