Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 80
80 TMM 2016 · 4
Kristín Eiríksdóttir
Elín, ýmislegt
Elín hugsar aldrei um hvað hafi orðið um hlutina hennar frá barnæsku og
unglingsárum. Hún gerir ráð fyrir að þeir hafi gufað upp af sjálfu sér. Ein-
hverju hafði hún sjálf hent, annað hafði týnst. Restin hlaut að hafa blandast
saman við hlutasöfn annarra, farið að heiman, eins og hún.
En þarna voru þrír, sæmilega stórir kassar sem amma hennar hafði sort-
erað ofan í.
Elín, pappírar.
Elín, bækur.
Elín, ýmislegt.
Þetta hlaut að vera allt sem hún skildi eftir í herberginu sínu fyrir öllum
þessum árum síðan.
Auk kassanna þriggja eru nokkrir bókakassar, stafli af dúkum og öðrum
útsaumi, bilaðar hljómflutningsgræjur, ryk, músaskítur og köngulóarvefur.
Elín braust þarna inn að undirlagi fasteignasalans sem benti á að þessi
geymsla tilheyrði hennar eign, gömlu íbúðinni hennar ömmu. Íbúðinni sem
Elín hafði alist upp í og var nú til sölu.
Hún reyndi að forðast allt sem viðkom þessari íbúð, pantaði þjónustu,
lagði inn á reikninga og nú var íbúðin tóm, skjannahvít með glansandi gólfi
og myndir af henni komnar inn á fasteignasíður dagblaðanna. Allt var til-
búið en þá kom þessi geymsla í kjallaranum í ljós.
Hún staflar kössunum í skottið með hjálp fasteignasalans, sem er í drapp-
litum alklæðnaði og verkar traustvekjandi á Elínu.
Ég er ekki einu sinni með kúst, segir hún og fasteignasalinn segist ætla að
bjarga þessu. Hún skammast sín fyrir að hafa yfirsést þessi geymslukompa
fram á síðustu stundu og nú skammast Elín sín fyrir að droppa þessu verk-
efni á herðar hennar. Þær skiptast á skömm, ástæðulausri og brosa í kveðju-
skyni, eins og þar með séu þær orðnar vinkonur.
Þakka þér fyrir, segir Elín og skilur fasteignasalann eftir með köngulóar-
vefina og músaskítinn. Útsýnið frá herbergisglugga Elínar hafði verið yfir
varnargarðinn og sjóinn, Snæfellsjökulinn hinum megin við flóann. Núna
sjást bara nokkrir gámar, bílastæði og bakhliðin á verslanakjarna. Ljósblátt