Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 130
H u g v e k j a 130 TMM 2016 · 4 Það er nokkru eftir þetta að Anne- Line, sem hafði aldrei skrifað neitt fram að þessu, fer að setja saman hinn mikla þríleik. Um hann var þó allt á huldu, lesendur tóku samt eftir því að með því að raða saman stöfunum úr „Anne- Line“ á annan hátt má fá út nöfnin „Lena“ og „Nína“, og úr „Thorman“ má einnig búa til nöfnin „Thorsen“ (ættar- nafn Lenu) og „Schoeman“ (ættarnafn Nínu). Þess vegna lá beint við að álykta að í sögunni hefði Anna-Line skapað tvær gerólíkar persónur úr sjálfri sér og notað þetta form til að velta fyrir sér alls kyns mótsögnum og vandamálum í eigin lífi, og vinna úr sínum eigin hug- myndum. Sama árið og þriðji hluti sagnabálks- ins kom út varð Anne-Line yfirmaður „Greenpeace“, og fór þá að skrifa heim- spekileg rit sem vöktu mikla athygli, „Tilgangurinn helgar meðalið“ (2017) og einkum „Af hærra sjónarhóli“ (2023), sem varð metsölubók um víða veröld, Barack Obama gaf hana öllum þeim sem sóttu hann heim og páfi lét taka af sér myndir með bókina í hendi, svo og fjöl- margir leiðtogar aðrir. Anne-Line yfir- gaf þá „Greenpeace“ og helgaði sig því að setja niður deilur manna hvar á landi sem var, einkum þær sem flóknastar voru. Þótti hún standa sig afburða vel. Árið 2025 var hún kjörin aðalritari Sameinuðu þjóðanna og sagði blaða- mönnum sem þyrptust að henni að hún ætlaði að helga sig gagnkvæmum skiln- ingi manna. Við hliðina á henni voru eiginmaður hennar, Sliv Hermannsson, og dætur þeirra tvær, ungar og smáar. Kannske mun einhver klóra sér í koll- inum yfir þessum hugmyndum Frans- manna um Ísland, Íslendinga og afrek þeirra, en ef litið er fordómalaust á málin kemur þó í ljós að þær eiga við nokkur rök að styðjast. Málvísindamað- urinn þekkir t.d. hið mikla kaffiþamb landans, þótt ályktunin sem hann dreg- ur sé ótraust, og Gunnar Eiríksson er svosem ekki hinn fyrsti Gunnar sög- unnar sem vill ekki vera horfinn fóstur- jarðar ströndum. Það sem skiptir þó meira máli er að rithöfundinum franska virðist vera fullkunnugt um sögu föls- unar áráttu sumra Íslendinga og einnig um draum þeirra um að hafa veröld alla sem leikvöll fyrir sig, semsé útrásar- hneigðina. Svo virðist hann þekkja brambolt Íslendinga til að öðlast sæti í Öryggisráðinu, – brambolt sem hefði kannske heppnast ef ekki hefði komið til þetta ótætis hrun. Þessu slær hann haglega saman og býr til glæsilega mynd. En þessari mynd fylgir líka nokkur hætta, því hvernig munu útlendingar, Fransmenn og aðrir, bregðast við ef þeir rekast á álver þar sem þeir eiga von á ósnortinni náttúru og sjá fossunum drekkt í uppistöðulónum? Svo ekki sé talað um ef þeir frétta af því að „útrásar- víkingarnir“ gömlu séu komnir aftur á ballið, ákveðnir í að fá sér annan snún- ing? Kannske væri landanum hollara að hugleiða þessa ímynd landsins og velta því fyrir sér hvort hún geti ekki líka orðið á einhvern hátt að fyrirmynd. Það er að vísu ekki ástæða til að flytja skógar birni til Siglufjarðar, en hins vegar gæti einhver hinna snjöllu rithöf- unda landsins velt því fyrir sér að skrifa bók af svipuðu tagi og „Af hærri sjónar- hóli“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.