Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 76
K r i s t j á n J ó h a n n J ó n s s o n
76 TMM 2016 · 4
Þau þurfa að gera upp við dauðann til þess að geta lifað lífinu og jafnframt
að skilja og viðurkenna lífið til þess að geta sætt sig við dauðann. Hann er
eftir allt saman hluti af lífi okkar allra, ekki bara endirinn á persónulegu lífi
hvers um sig.
Þessi skilningur gengur að mörgu leyti þvert á formúlu þroskasögunnar
sem áður var á minnst. Lesandinn getur sjálfur rifjað upp þær meinlokur
um dauðann sem stofnanir og gróðafyrirtæki hafa haldið að okkur nútíma-
mönnum. Líf okkar er ekki einungis mótað ferli í þröngum ramma sem
lýkur með dauðanum heldur er það sett saman úr mörgum sögum sem hefj-
ast og lýkur ýmislega og sem við ráðum mismiklu um. Við getum verið stór
þáttur í sögu annarra og þeir í okkar, bæði fyrir og eftir dauðann.
Sögum í lífi okkar er stöðugt að ljúka og nýjar sögur að hefjast. Stöðugt
deyr eitthvað í lífi okkar, bernskunni lýkur, bernskuheimilið hrynur eða er
rifið, foreldrar og ástvinir bregðast og fólk deyr. En það kviknar líka stöðugt
nýtt líf inni í lífi hvers manns, nýir möguleikar opnast, nýtt fólk verður til
og nýjar tilfinningar blossa upp og verða að nýju lífi. Allt er breytingum háð.
Skilningurinn á dauðanum sem endi alls sem er – er jafnframt sá skilningur
að lífið sé óbreytanlegt – föst stærð og öryggi okkar grundvallað á því að
ekkert breytist. Það er hæpið. Þá er ekki gert lítið úr sorg og missi en innra
með okkur vitum við að ekkert í lífi okkar er óbreytanlegt. Þann sannleika
nálgast Kristín Helga Gunnarsdóttir í sögu sinni Draugaslóð þegar hún lætur
Eyvind og ömmu hans trúa því að þrátt fyrir allt sé afi kannski á einhvern
hátt nálægur og missir hans hafi ef til vill ekki verið að öllu leyti missir
heldur vegi þyngra ágóðinn af því að hafa kynnst vitrum og góðum manni.
Það er ekki efi í mínum huga um að sterk fyrirbæri í mannlífinu eins og
dauða og kynvitund eigum við ekki að fela eða breiða yfir. Við eigum að
hugsa um þau, skrifa um þau og átta okkur á því hvernig við viljum skilja
þau. Bókmenntakennsla er verulega mikilvæg leið til þess að opna umræður
í skólastofunni um mikilvæg tilfinningamál. Til þess þarf hins vegar sterka
kennaramenntun í bókmenntum og bókmenntafræði. Þar eigum við langt í
land og það bætir ekki úr skák að nú klifa menn jafnan á því að allt sé hægt
að gúggla og mæla. Það er ekki rétt. Við þurfum persónulegar og pólitískar
samræður milli kynslóðanna þar sem tekinn er sá tími sem þarf í að átta sig
á því hvar hið „sanna, góða og fagra“ í samtímanum leynist. Það getum við
hvorki gúgglað né mælt. Ef rétt er á spilum haldið getur bókmenntakennsla
orðið kveikja að mikilvægri gildisumræðu milli kynslóðanna og á því er ekki
vanþörf.
Heimildaskrá
Clement, Lesley D. 2016. „Introduction. Flying Kites and Other Life-Death Matters“. Birt í: Global
Perspectives on Death in Children’s Literature. 2016. Ed. Lesley D. Clement og Leyli Jamali.
Taylor & Francis. New York.
Dagný Kristjánsdóttir, 2010. Öldin öfgafulla, Bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar. Bjartur.