Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 49
B l e t t u r i n n TMM 2016 · 4 49 aftan á pullunni var rennilás. Mamman fór fram í eldhús og fann þar fat. Hún lét renna heitt vatn í fatið og var í þann veginn að leggja pulluna í bleyti þegar pabbinn greip inn í. „Á ekki að nota kalt vatn til að ná úr blóði? Gerðu þær það ekki alltaf í gamla daga konurnar?“ „Kalt vatn? Ertu viss?“ „Ég man ekki betur.“ „Geturðu ekki hringt í mömmu þína og spurt hana?“ „Ég er eiginlega alveg viss um þetta. Þegar ég hugsa um það.“ En hún vildi samt að hann hringdi og að lokum lét hann tilleiðast. Hann heyrði að mamma hans var að spá í það sama og konan hans svo að hann útskýrði fyrir henni tilkomu blóðsins. Hún vildi þá vita hvort ekki færi vel á með drengjunum í útlandinu. Hann sagði svo vera, þetta væri bara svona, þeir væru alltaf að hnoðast og slást. Fengju það ekki frá honum, þeir bræð- urnir hefðu aldrei slegist. „Aldrei slegist? Ég hélt nú einu sinni að þú ætlaðir að ganga frá honum bróður þínum, hann var farinn að blána, þú hélst svo fast um hálsinn á honum.“ „Ekki man ég eftir því,“ sagði hann. „Nei, þú vilt auðvitað ekkert muna eftir því. Ég varð oft að skilja ykkur að og einu sinni þurfti ég að fara með bróður þinn á spítalann.“ „Nei, hættu nú, mamma! Hefur ekki eitthvað slegið saman hjá þér?“ Hann var kominn inn á klósett þegar samtalinu lauk. Staldraði þar svo- litla stund og grandskoðaði á sér andlitið. Fann fæðingarblett sem hann hafði ekki tekið eftir áður. Öldrun húðarinnar var hafin, eins og heimilis- læknirinn hafði orðað það þegar hann spurði út í blettina á bakinu. „Hvað sagði hún?“ spurði mamman þegar hann kom fram. „Heitt eða kalt?“ Hann hafði gleymt að spyrja móður sína en gat ekki hugsað sér að viður- kenna það fyrir konunni sinni. „Kalt, alls ekki heitt, þá festist blóðið betur í.“ Þau helltu heita vatninu úr fatinu og léttu renna kalt vatn í það. Fylgdust svo með því milli vonar og ótta hvort blettirnir leystust upp. „Sagði mamma þín að við ættum að nudda?“ „Hún sagði ekkert um það, bara að við ættum að nota kalt vatn. Það hlýtur að vera í lagi að nudda svolítið, það gera allar þvottavélar.“ Þau skiptu tvisvar um vatn og að lokum sýndust þeim blettirnir vera farnir. Þá undu þau áklæðið varlega, vöfðu handklæði utan um það og trömpuðu á því, hengdu það að því búnu til þerris úti á verönd. Þau reyndu að lesa en gekk illa að einbeita sér. Loks ráku þau drengina í háttinn og slökktu ljósin. Pabbinn varð andvaka. Hann var stöðugt að hugsa um atvik dagsins, hvort hann hefði í rauninni svínað á gaurana í jeppanum, hvort hann hefði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.