Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 114
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r 114 TMM 2016 · 4 Ég get ekki formúlerað það in abstracto, ég get formúlerað það sem leit, í samhengi listaverks, þar liggja tilraunir til svara við spurningunni um galdur. Nú, þetta virkar svona á mig, sérstaklega af því að ég er ekki kona, konur veita mér skilning á því sem ég er ekki, en á sama tíma eru þær vitan- lega menn, manneskjur. Þetta fyrirkomulag er ákaflega skemmtilegt og leiðir til spennu, spurninga, leitar, skilnings – og opnar fyrir fegurðarmöguleika. Hvað ketti varðar: Í frumbernsku átti ég eiginlega fjórar mæður, þ.e.a.s. móður mína, systur mína sem var fimmtán þegar ég fæddist, Þuru gömlu sem var vinnukona heima og svo kisu. Þetta var frábær köttur sem allir treystu ákaflega vel svo hún fékk að liggja hjá mér í vöggunni. Mér finnst ég muna, ég man það náttúrlega ekki, finnst ég muna stórt loðið andlit af ketti á mjög stuttu færi. Þetta er minning um minningu. Ég er ekki frá því að þarna í frumbernsku hafi ég haldið að ég væri köttur! Þetta tal um kött leiðir hugann að ljóðinu Dúfur í Ljóð námu menn um köttinn sem heldur að hann sé dúfa. Er hann eitthvað skyldur þér þessi köttur? Köttur sem heldur að hann sé dúfa, strákur sem heldur að hann sé köttur? Yfirleitt má ganga út frá því sem vísu að ljóð eða sögur um dýr eru yfirleitt aldrei um dýr heldur alltaf um manneskjur. Ljóðið Dúfur er því aðallega um fólk þó svo leikarar í aðalhlutverkum séu dúfur og köttur. Ég hef margoft lesið þetta upp á ýmsum tungumálum og get vottað það að ljóðið hefur sammannlega tengingu sem mig óraði ekki fyrir. Ég bið fólk stundum að segja mér af hverju ljóðið höfðar til þeirra. Það er yfirleitt alltaf tengingin við þann sem er útskúfaður, án þess að viðkomandi viti af því, án þess að neinn sé einu sinni að gera honum neitt, þann sem er utangarðs kannski frekar en útskúfaður, utanveltu. Við höfum öll upplifað þessa til- finningu, ég held að í henni felist mjög sterk sammannleg reynsla. Jafnvel þó enginn sé að gera okkur neitt. Kannski er maðurinn á jörðinni svolítið utan- veltu, hann bæði passar og passar alls ekki inn í þennan heim. Nú, það er augljóslega líka í þessu tenging við goðsögulegan draum mannsins, um að geta flogið. Sömuleiðis er sjöunda hæðin ugglaust með- vituð hjá höfundi. Hvað er sjö? Ja, það er hátt uppi, það þýðir yfirsýn, það þýðir líka hætta, lífshætta, ef maður dettur. Sjöundi himinn, jú, hann er góður, en systir hans sjöunda hæðin, hún getur verið bæði fín og hættuleg.“ Þú talar hér um útskúfun en hennar gætir töluvert í ljóðum þínum, eða kannski væri nær lagi að tala um framandleika og stundum ákveðinn sársauka, jafnvel angist. Sem dæmi dettur mér í hug „Árstíðasólir III“ úr Ljóð vega salt. Framandleiki, absólút. Stundum finnst mér maðurinn vera í sérkenni- lega framandi tengingu við þessa plánetu. Nú, svo er ég haldinn tilfinningu sem verður stöðugt almennari og algengari reynsla fólks og það er að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.