Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 96
G u ð b e r g u r B e r g s s o n 96 TMM 2016 · 4 engri bók, ekki einu sinni sjálfshjálparbók, tekist að gera aðra hjartaaðgerð á fólki en í ástarmálum. Á sviði blekkingarinnar getur svipað átt við um þann sem skapar eða semur sögu. Hann lýgur henni upp á sig sem einhverju sönnu þótt hann komist aldrei í henni alveg að sjálfum sér og hann viti varla nema með lyg- inni einni hvað hið sanna kunni að vera nema í því samhengi að með sann- leikanum kemst maður að lyginni og með lyginni að sannleikanum, enda hangir þetta tvennt saman á halanum. Í raun og veru vill enginn skapari vita og síst með fullri vissu. Ef annað væri, að höfundur gæti fundið sannleika sem fellur eins og flís við hans eigin skapandi rass hvað ritlistina varðar, þá gæti hann ekki haldið áfram við það erfiði að þýða sjálfan sig og semja verk úr sínum hugarheimi, það er að segja skáldverk. Lengra kæmist hann ekki eftir að hafa fundið hinn eina sanna sannleika. Ef hann vildi halda áfram svonefndum ritstörfum yrði eina ráðið fyrir hann að færa sig til í listinni og fara niður á það svið að gerast rithöfundur, frásagnarmaður, sem er miklu vænlegra hvað vinsældir og tekjur varðar. Sem slíkur þyrfti hann ekki að stunda erfiði við þýðingar á efni úr þokukenndu heilabúri sínu heldur gæti hann byggt ritverkin til að mynda á öðrum, alþekktu fólki sem hefur komið við sögu í veruleikanum, eins og það er kallað. Hann getur um frjálst höfuð strokið og nært sig óspart á lyga- eða afrekssögum annarra, kippt til sín í lesmál kynjakvistum, körlum og konum, eiturlyfjasjúklingum eða fólki sem þjáist stöðugt á prenti þegar helgarblað DV kemur út með svo mikið söguefni um þjáningar sakleysis manns sjálfs en ofbeldi og syndir annarra að það nægði þótt allir Íslendingar og nýbúar að auki gripu til pennans til að skrifa bækur með játningum sem hjálpa öðrum við að grufla í sjálfum sér og komast með eigin þýðingu að minnsta kosti á hálfgerða framabraut píslarvættisins án þess að leggja sjálfan sig í einelti með eyðileggingarhvöt. Annaðhvort það að hirða til sín fólk á veruleikasviði daglegs þrautalífs eða hitt, að rithöfundurinn vinnur úr verkum sem hafa þegar verið samin af öðrum en hann leitar til þeirra og færir þau mátulega mikið eða lítið í stílinn og kryddar að kröfum tímans eða óskum keðjulesenda sem telja sér það til hróss að vera alætur á bækur, einkum í rúminu á kvöldin fyrir svefn. Þann- ig alætur eru yfirleitt skólagengnar, kunna erlend tungumál, fara gjarna á ráðstefnur og kaupa tvær bækur fyrir eina á flugvöllum til að háma í sig í vélinni. Til lukku með það! Ekki höfum við hér á landi verið alla tíð svona færir tungumálahestar á menningarbeit: tvær bækur fyrir eina á flugvöllum. Ekki fyrir löngu tíðkaðist við tungumálakennslu að nemandinn ætti bara að geta lesið, hann þyrfti ekki á öðru að halda. Þá var óhugsandi að venjulegur maður, þorri nemenda, hefði nokkurn tíma efni eða fengi tækifæri til að ferðast til útlanda eða til þjóðarinnar sem talaði tungumálið sem hann átti að geta stautað sig fram úr. Kannski var það sprottið af kvalalosta þeirra lærðu valdamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.