Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 66
K r i s t j á n J ó h a n n J ó n s s o n 66 TMM 2016 · 4 eins og annars staðar verður seint „gert svo öllum líki“ eins og þar stendur. Frekar að allt orki tvímælis þá gert er. Allir þekkja klisjuna um þurran og leiðinlegan fróðleik skólans andspænis skapandi frelsi einstaklingsins sem ekki þolir andlegt helsi smásálanna. Um þetta hefur heilmikið verið fjallað í bókmenntakennslu skólakerfisins svo mótsagnakennt sem það er. Lesa íslenskir nemendur bókmenntir sem tengjast vel við reynslu þeirra og veruleika? Ætti námsfólk fyrst og fremst að lesa bókmenntir um kunnugleg efni eða er betra að þær séu ókunnuglegar og opni nýja sýn á veröldina? Hafa íslenskir kennarar næga menntun og þekkingu til þess að velja heppilegt les- efni og standa fyrir uppbyggilegri umræðu um bókmenntir? Dýpka skilning nemendanna á fagurfræði og eigin tilvist? Er viðhorf íslenskrar bókmennta- stofnunar of þunglamalegt og þjóðernisdýrkandi, eða jafnvel sjálfsdýrkandi og afturhaldssamt, til þess að bókmenntaumræða geti nokkurn tímann snúist um mikilvægar tilfinningar og málefni í samtíma ungra lesenda? Bókmenntakennsla Hér á eftir verður vikið að því hvernig nokkrar valdar bækur, meðal annars unglingasagan Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og fleiri slíkar, fjalla um menningu, tilfinningar, persónuleg sambönd og þroska. Þær leggja fyrir okkur erfiðar spurningar um líf og dauða og draga inn í svörin upplýsingar um menningu og sögu. Áður en rætt verður nánar um þessar bækur er rétt að víkja nánar að bókmenntakennslu almennt. Víða erlendis nýtur bókmenntakennsla virðingar. Anne-Kari Skarðs- hamar, prófessor í norsku við Høgskolen i Oslo segir um lestur fagurbók- mennta: … fagurbókmenntir miðla til okkar reynslu af því að vera manneskja. Mikið er lagt upp úr skilningi á öðru fólki, tilfinningalegri þátttöku og samúð í greiningum á fólki sem er öðru vísi en við erum sjálf. Athyglinni er beint frá leit að sjálfsmynd en að skilningi á öðrum. Það getur eflt samúð lesandans að kynnast Hinum, í bók- menntatexta. (Skarðshamar 2005, 208) 1 Á svipaðri línu eru Duff og Maley í bókinni Literature. Samkvæmt þeim hefur réttlæting bókmenntakennslu löngum verið þrenns konar: • Frá sjónarhorni málvísinda má segja að bókmenntir geymi margvíslega og mis- erfiða texta með ýmiss konar rithætti og af ólíkum textategundum. Það gefur nemendum kost á frábærum upplýsingum og þekkingu til þess að byggja upp orðaforða, þroska setningafræðilegt skynbragð á texta og bæta skilning á sam- hengi og málsniði. • Bókmenntatextar eru raunsannur menningarmiðill. Það þýðir ekki að við getum beinlínis lært menningu tungumáls gegnum bókmenntir á því máli. Menning er of djúpstætt og flókið fyrirbæri til þess. Í bókmenntatextum er engu að síður að finna umhverfi, lýsingar, aðstæður og íhuganir sem gefa margvísleg tækifæri til þess að átta sig á „mismun“ og þroska umburðarlyndi og skilning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.