Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 13
TMM 2016 · 4 13 Kristín Ómarsdóttir Í dag er fengitími dýranna og enginn tími fyrir ljóð Viðtal við Oddnýju Eir Ævarsdóttur rithöfund Frá aldamótum hefur Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur sent frá sér sex skáldsögur auk annarra verka, á sjónarrönd bíða fleiri. Fyrstu þrjár bækurnar sem út komu kallar hún skáldævisögur. Þegar ég hitti hana fyrst var hún á rokkstjörnualdri, 27 ára doktorsnemi í París, klædd í vanillu- blússu, gekk með fingurbjargarbrúsa sem innihélt vanilluilm, sagðist mundi skrifa ævisögu sína – bráðum – um það bil tíu bækur; ég lærði að ekki væri seinna vænna. Skáldævisögurnar eru í búningi ævintýris. Með aðstoð skáldagaldra dul- býr hún landamærin á milli skáldskapar og raunveruleika – sem auðvitað er líka ævintýri og tilbúningur innan þess misjafnlega þrönga skipulags, kerfis eða ramma sem samfélagið setur mannsbörnum sínum. Sögugerðin er fersk, fim og létt, þrátt fyrir þemu sem mörg vega þungt því Oddný á auðvelt með að lyfta umræðum upp í þyngdarleysið, á hin færanlegustu svið. Hún leitar að nýjum aðferðum við að segja sögu og til að lifa lífinu án þess að týna því besta úr arfi fortíðar, í sátt við náttúruna og umhverfið svo manneskjan – og lífríkið allt – fái notið sín. Til þessarar leitar og leiðsagnar – ásamt því að skálda – er hún vel búin. Bækurnar snerta kynslóðir og þrýsta á neyðar- hnappa í tímanum. Oddný Eir lauk meistaranámi og fyrrihluta doktorsnáms í heimspeki og hefur víða ratað á einbeittum ferli. Hún hefur frá unga aldri haft annan fótinn úti á landi og hinn í miðbænum og hefur búið í Búdapest, París og New York. Hún er rithöfundur, fræðimaður, heimsborgari, umhverfissinni, og gætir að rótunum, hefur unnið með ritað efni frá forföður sínum Bólu Hjálmari, foreldrum og ömmum, rannsakað söfn og arkíf, stúderað fræði Hönnuh Arendt og fleiri. Um leið og hún gætir arfsins siglir hún á ókönnuð og ný mið og þangað nýtur lesandinn dyggrar, fróðlegrar leiðsagnar og skemmtunar. Fyrir ritstörf sín hefur Oddný Eir hlotið tilnefningar, verðlaun og viður- kenningar. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014 og Fjöruverðlaunin fyrir nokkrum árum. Bækurnar eru þýddar á nokkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.