Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 98
G u ð b e r g u r B e r g s s o n 98 TMM 2016 · 4 Svona var tungumálakennsluheilsufarið á miðlægum menntasetrum í landi hinnar marglofsungnu bændamenningar. Væri hærra farið, þangað sem þýska var kennd á æðri stigum, átti nemandinn að fara í svonefndu menningarpensúmi yfir nokkur ljóð eftir Heinrich Heine og söguna Der kleine Herr Friedemann eftir Thomas Mann. Lengi var þýska aðeins viður- kennd tunga fyrir ofurmenni, verkfræðinga eða stærðfræðihausa. Sá útreikningurinn reyndist réttur í mörgum tilvikum tímans eftir heims- styrjöldina síðari. Þeim verkfræðingum sem lærðu hin ýmsu svið með stærðfræði í fyrir- rúmi í Þýskalandi og sneru heim að námi loknu, var tamt að segja í léttum en fremur hrjúfum dúr, drukknir á flaggskipinu Gullfossi, hver fyrsta reynsla þeirra hefði verið af þýskunni sem þeir lærðu í menntaskóla, þegar þeir stigu á land í Hamborg og ætluðu að æfa sig í málinu við að ná sér í mellu, þá hafi þeim reynst erfitt að komast í kontakt við meyjarnar með ljóðum eftir Heine á hóruhúsunum en í háskóla flugu þeir í gegnum námið með glans og mikla þekkingu til að mynda á burðarþoli stálbita við brúar- gerð þótt þeir vissu að bændasamfélagið heima á Fróni myndi halda von úr viti í einbreiðu þjóðlegu brýrnar yfir árnar, upphaflega ætlaðar hestum með heybagga af engjum á leið heim í hlöðu eða bændur með eiginkonu og dætur í útreiðartúrum á sunnudögum. Að sögn útlærðu verkfræðinganna á Gullfossi var talið víst í Hreppunum að á einbreiðum brúm dræpu sig síður heimasætur á gæðingum en hestar fældust yfirleitt á hengibrúm af því það glymur svo undan hófum á trégólfi þeirra að jafnvel staðnir jálkar fælast og fyrir bragðið hafa prestar og hreppstjórar oft hálsbrotnað á þeim fáu hengi- brúm yfir fljót sem til voru á Íslandi. Verkfræðingarnir sönnuðu, vel við skál, með rökum og útreikningi í reykingasalnum á Gullfossi að þetta við- horf bænda til brúa væri þvættingur og einnig hitt sem haldið væri fram að þeirra sögn í Biskupstungunum að stöplabrýr væru kannski betri fyrir hesta en hengibrýr en samt áttu trunturnar til að prjóna á þeim. Verra var samt hitt að mati biskuptungnabænda, og verkfræðingarnir höfðu gaman af því, að villtir laxar sem sækja í bratta fossa í ljóðum ættu það til í veruleikanum að ruglast í ratvísa ríminu undir brúnum og rotast á stöplunum og þeir flutu dauðir í lygnur fyrir neðan straumþungann þar sem breskir lávarðar, einu ferðamenn þessa tíma, biðu á bakkanum tilbúnir með sitt fishing gear og reyndu að veiða á stöng en sáu ekkert nema rotaða laxa og kölluðu þetta hrein náttúruspjöll. Á þessum verðandi velmegunartíma í byrjun kalda stríðsins var mikið hlegið á Gullfossi og allir í essinu sínu yfir bjór og þriggja stjörnu koníaki. Þrátt fyrir lélega tungumálakennslu í gagnfræða- eða héraðsskólum var á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar og á árunum þar á eftir talsvert þýtt af létt- meti fyrir almenning, ekki bókmenntir heldur það sem var af alþýðu kallað ástarsnarl eða eldhúsreyfarar. Þá iðju stunduðu helst blaðamenn í hjáverkum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.