Hugur - 01.01.2014, Side 19
Uppreisn gegn hefðinni 19
henni. Í The Sovereignty of Good er hún mjög gagnrýnin á kenningar í siðfræði sem
þá voru efst á baugi, þ.e. á sjöunda áratug síðustu aldar. Hún færir sannfærandi
rök fyrir þeirri skoðun sinni að lýsingar og skýringar akademískrar rökgreiningar-
heimspeki og tilvistarspeki á mannlegu eðli séu mjög ófullnægjandi. Umfjöllun
hennar um hið góða og hugmyndina um fullkomnun er platonskrar ættar. Annars
er Murdoch, eins og kunnugt er, best þekkt sem skáldsagnahöfundur og er mikið
heimspekilegt ívaf í mörgum skáldsögum hennar.
Mary Midgley uppgötvaði ég fyrir ekki svo löngu. Hún er siðfræðingur og
merkilegur heimspekingur, hefur skrifað heil ósköp, til dæmis bókina Beast and
Man þar sem baksviðið er þróunarkenningin. Við erum jarðneskar verur, ekki
himneskar! En hún er mjög gagnrýnin á margs konar þvætting sem hún telur að
hafi verið og sé enn skrifaður á forsendum líffræðilegrar þróunar og félagslíffræði.
Og smættarhyggju af hvaða gerð sem er sýnir hún enga miskunn. Midgley hefur
líka þann mikla kost að vera ágætur rithöfundur. Af skrifum hennar um siðfræði
nefni ég sérstaklega bókina Heart and Mind: The Varieties of Moral Experience.
Og svo er það Marjorie Grene sem hefur skrifað um tilvistarstefnuna, heim-
speki líffræðinnar og ótal margt annað. Vil ég nefna hér sérstaklega bækurnar
Knower and the Known og Descartes. Í þessum bókum kemur fram mjög gagnrýn-
in afstaða til heimspekihefðarinnar sem er gegnsýrð af hinni kartesísku afstöðu.
Grene er í hópi þeirra heimspekinga sem vilja „komast út úr Descartes“ eins og
ég hef orðað það. Einkum er umfjöllun hennar um skynjun athyglisverð. Þar er
að finna mjög róttæka gagnrýni frá líffræðilegu og vistfræðilegu sjónarmiði. Hina
frægu röksemdafærslu Descartes um vaxmolann í annarri hugleiðingu í Hugleið-
ingum um frumspeki, þar sem hann virðist reyna að sanna að skynjun sé eiginlega
ruglingsleg hugsun, sallar hún niður á mjög sannfærandi hátt. Og það sem hann
segir um tilfinningar og geðshræringar hangir ekki saman vegna þess að hugur og
líkami eru af tveimur heimum, hugurinn rúmtakslaus andleg verund og líkaminn
efnisleg vél, sem með óskiljanlegum hætti orka hvort á annað. Gagnrýni sína
rökstyður Grene í löngu máli. Hún starfaði mikið og lengi með hinum ungversk-
breska vísindamanni og heimspekingi Michael Polanyi sem er höfundur mjög
frumlegs rits sem heitir Personal Knowledge. Hugmyndin um „þögla þekkingu“
er frá honum komin.
Við höfum setið góða stund. Ég spyr Gunnar því hvort hann vilji segja eitthvað að
lokum.
Þar sem John Dewey hefur oft borið hér á góma langar mig að bæta við nokkr-
um orðum um afstöðu hans til heimspekihefðarinnar og gagnrýni hans á hana.
Eins og fram hefur komið kallar hann grundvallarviðhorf hefðarinnar „þekk-
ingarfræði áhorfandans“. Heimspekingar hafa litið á heiminn sem viðfang til
að skoða, íhuga og smíða kenningar um. Róttækast er þetta áhorfsviðhorf hjá
Descartes. Ég sjálfur, þ.e. hugur minn, er ekki í heiminum heldur utan við hann.
Heidegger andmælir þessari kenningu á eftirminnilegan hátt í höfuðriti sínu Veru
og tíma. Aftur á móti lítur Dewey á heiminn sem athafnasvið og manninn sem
athafnaveru og rannsakanda. Maðurinn starfar bæði í náttúrlegu og manngerðu
Hugur 2014-5.indd 19 19/01/2015 15:09:30