Hugur - 01.01.2014, Page 29

Hugur - 01.01.2014, Page 29
 Persónan og félagsskapurinn 29 á ríkisvaldið. Ríkisvaldið er því pragmatísk lausn vandans sem stafar af árekstrum eiginhagsmuna.27 Macmurray telur þessa heimspeki vera eðlilega afleiðingu af einangrandi heim- speki tvíhyggjunnar. Einstaklingarnir eru einangraðir hver frá öðrum vegna þess að þeir hræðast hver annan og reiða sig eingöngu á skynsemina. Skynsemin verð- ur tæknileg þar sem ekki er hægt að reiða sig á persónulegt samband við aðra. Ríkið verður hin ópersónulega lausn sem framfylgir tæknilegri rökvísi hugans. Það verður því nauðsynlegt samfélaginu.28 Macmurray telur að stjórnspeki að hætti Rousseaus búi yfir sams konar rökgerð og heimspeki Hobbes en snúi dæminu við. Þar eru menn góðir af náttúrunnar hendi og sækjast ekki eftir eiginhagsmunum sínum heldur sé þeim náttúrulegt að lifa í samhljómi hver við annan. Samfélaginu er hér líkt við lífveru sem þróast og vex í áttina að ákveðnu markmiði með náttúrulegum hætti. Þar sem einstakling- arnir eru hluti af þessari þróun verður það vilji þeirra að þjóna hinu endanlega markmiði samfélagsins. Eini tilgangur þeirra verður að gegna því hlutverki sem samfélagið krefst af þeim til að framfylgja markmiðinu. Tilvera manna verður eingöngu samfélagsleg tilvera og sjálfstæði einstaklingurinn aðeins blekking. Skynsemi samfélagsgerðarinnar verður að þjóna heildarmarkmiði samfélagsins vegna þess að það er afleiðing náttúrulegrar þróunar, óháð gjörðum einstakling- anna, og þess vegna verður tilgangslaust og óskynsamlegt að streitast á móti henni. Þessi algjöra afneitun einstaklingsins í náttúrulegu samfélagi Rousseaus hefur þau áhrif að sjálfið er klofið. Það er aðeins blekking að afneita sjálfum sér í hinum raunverulega heimi og því klofnar sjálfið. Einstaklingurinn verður eingöngu til í huga manna þar sem þeir eru líkt og áhorfendur sem fylgjast með sjálfum sér leika hlutverk í leikriti heimsins. Þar með eru einstaklingarnir í raun einangraðir hver frá öðrum þó að þeir vinni saman.29 Ríkið er ekki grundvöllur þessa samfélags líkt og í pragmatískri heimspeki Hobbes heldur sjálfviljug undirgefni meðlima samfélagsins við almannavilj- ann. Meðlimirnir samsama sjálfa sig heild samfélagsins. En til að viðhalda slíku samfélagi þurfa meðlimir þess að hætta að taka verklegt líf sitt alvarlega, þeir þurfa að hverfa á vit hins andlega lífs. Þeir þurfa að trúa því að heimur fullkom- ins samhljóms sé til og að hann marki endalok samfélagsþróunarinnar jafnvel þótt heimurinn komi þeim fyrir sjónir sem ófullkominn og fullur af átökum. En hugmyndin um hinn fullkomna heim er aðeins blekking til að breiða yfir hinn raunverulega heim. Þessi blekking heldur velli í lífræna samfélaginu vegna þess að hugmyndafræðin og raunveruleikinn eru aðskilin í tvíhyggjunni. Því er haldið fram að hugmyndin um fullkomið samfélag samhljómsins muni að end- ingu verða að veruleika jafnvel þó að raunveruleikinn sýni fram á annað. Ef menn taka verklegt líf sitt alvarlega og fara að trúa því að þeir fái einhverju áorkað með 27 Macmurray 1970: 136. 28 Macmurray 1970: 137–138. 29 Macmurray 1970: 142–143. Hugur 2014-5.indd 29 19/01/2015 15:09:31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.