Hugur - 01.01.2014, Side 65
Heimspekin og lífið 65
var í raun mjög einföld: siðfræðingar – alltént analýtískir siðfræðingar – ræða
einfaldlega ekki um siðferði.12 Hins vegar gagnrýndi Williams líka hagnýtta sið-
fræði, a.m.k. eins og hún var ástunduð þá, sem hann sagði vera skilgetið afkvæmi
fyrri tíma siðfræði, þar sem einfaldlega væri beitt takmarkaðri siðfræðikenningu
á daglegt líf og opinbera stefnumótun; einstaklingar, stéttir og samfélög gerð að
tilraunavettvangi nytjastefnunnar, með öllum þeim takmörkunum sem slíkt ráða-
brugg hefði í för með sér.13 Hin ástæðan er sú að tækni hafði fleygt svo fram að
manneskjur vissu ekki í hvorn fótinn átti að stíga; möguleikar manna breyttust
stöðugt og hafa haldið áfram að breytast; grundvöllur ákvarðana þeirra er á sí-
felldri hreyfingu. Hagnýtt siðfræði var og er viðleitni til að ræða skynsamlega, af
viti og þekkingu, um afmörkuð svið þessa breytilega heims.
En nú er sem sagt ekki lengur reglan að beita kenningu á vandamál, heldur
rannsaka vandamálið með margvíslegum hætti, m.a. í ljósi siðfræðikenningar.
Kannski mætti tiltaka heimspekinginn Jonathan Wolff sem dæmi um nýmóðins
hugsuð.14 Innan heimspekinnar er ekki aðeins fjölhyggja, segir hann, heldur þrífst
sundurþykkja. Þar úir og grúir af skrýtnum og misjafnlega einstrengingslegum
hugmyndum og menn gleyma að opinber stefna er ekki viðfangsefni hreinnar
skynsemi. Hann bendir á ýmislegt sem aðskilur siðfræði og þá hagnýttu sið-
fræði sem getur lagt eitthvað gagnlegt til málanna þegar fjallað er um opinbera
stefnumörkun. Einkum nefnir hann tvennt: (i) Almennt eru menn einfaldlega
ekki sammála um að vera ósammála, eins og innan akademískrar heimspeki; ein-
hverrar stefnu er raunverulega þörf. (ii) Til að eiga möguleika á opinbera sviðinu
þarf siðferðisskoðun umfram allt að vera almennt viðurkennd, njóta viðurkenn-
ingar. Annars er hún dæmd úr leik.
Wolff bendir einnig á meginágallann, að fræðin gjaldi þess að vera of almenn:
Það er oftast óljóst hvernig og að hve miklu leyti megi beita almennri siðfræði-
kenningu til að marka opinbera stefnu, leysa siðferðileg vandamál og minnka
sundurlyndi í erfiðum málum. Það kemur reyndar fyrir að hægt sé að vísa beint
til grunnreglna, eins og þeirrar sem segir að menn eigi að standa við loforð sín,
en þó er það mjög vafasamt, eins og dæmin sanna. Fyrir utan fræðin og reglurnar
þarf vitneskju um hliðstæð tilfelli; það þarf vitneskju um staðreyndir málsins; það
þarf að tilgreina smáatriði.
12 Williams segir í upphafi inngangs síns að fyrstu bók sinni, Morality (Williams 1993: xvii): „[…] it
is peculiarly empty and boring. In one way, as a particular charge, this is unfair: most moral
philosophy at most times has been empty and boring […]. The emptiness of past works, however,
has often been the emptiness of conventional moralizing, the banal treatment of moral issues.
Contemporary moral philosophy has found an original way of being boring, which is by not
discussing moral issues at all.“
13 Sjá Williams 2005: 45–46, sem segir að lokum um sérfræðinginn í siðfræðikenningu: „It is ob-
vious that someone may acquire an excellent Ph.D. in such topics and yet be someone whose
judgement you would not trust on anything.“
14 Sjá Wolff 2011: 1–10.
Hugur 2014-5.indd 65 19/01/2015 15:09:33