Hugur - 01.01.2014, Page 66
66 Svavar Hrafn Svavarsson
Fornöldin
Efnið til umfjöllunar er gjáin á milli lífs og heimspeki – sem við höfum rætt út frá
hagnýttri siðfræði – sem einkennir akademíska heimspeki og hefur gert um aldir,
en líklega ekki alltaf hjá öllum, og ekki í fornöld. Nú beini ég sjónum að forn-
aldarheimspeki, hvernig hún er frábrugðin okkar heimspeki. Athugum þessa gjá
milli lífs og heimspekilegra fræða. Ég legg til að fornaldarheimspekingum hefði
almennt fundist hugmyndin um aðskilnað lífs og heimspeki framandi. Heim-
spekilegar skoðanir voru raunverulegur valkostur við hlið „venjulegra“ skoðana.
Hugmyndin um gjána varð til síðar. Heimspeki var hagnýtt heimspeki, siðfræði
var hagnýtt siðfræði; hvað annað? Til hvers annars er siðfræði?15
Við gætum nefnt sem dæmi um tengsl heimspeki og venjulegs lífs þá afstöðu
sem heimspekingar hafa haft til efahyggju. Í dag þætti ekki tiltökumál að sækja
um styrk til að rannsaka raunveruleika tímans, kannski spyrja hvort hann sé til og
jafnvel færa rök fyrir því að það sé enginn tími.16 En til að útskýra hugmyndina
í fyrirlestri myndi efahyggjumaðurinn um tímann mæta stundvíslega og haga
lífi sínu nákvæmlega eins og ef hann hefði allt aðrar skoðanir á tíma. Munið orð
Wittgensteins: Heimspekin skilur allt eftir eins og það var. Aðalatriðið er þetta:
heimspekingurinn þarf ekki að standa skil á þessari stöðu mála. Hann þarf ekki
að útskýra af hverju þetta breytir engu fyrir líf hans. Í fornöld, a.m.k. eftir tilkomu
Sókratesar og Platons, hefði hann hins vegar þurft að standa skil á skoðunum
sínum og útskýra hvaða áhrif þær hefðu á líf hans, því ýmis rök gegn heimspeki-
legum skoðunum hans hefðu beinlínis beinst að því að heimspekingurinn gæti
ekki lifað í samræmi við skoðanir sínar.17 Þetta á náttúrlega einkum og sérílagi við
siðfræði, en hjá fornmönnum var siðfræði nátengd öðrum greinum heimspek-
innar, sem vel að merkja innihéldu nánast allt það sem við myndum einfaldlega
kalla vísindi.
Þess vegna einkennist fornaldarsiðfræði af þeirri leið sem fæstir innan hag-
nýttrar siðfræði fara um þessar mundir, þ.e. af því að beita pósitífri kenningu á
tiltekin mál, án þess þó að aðgreina á sama hátt og gerist hjá okkur. En til þess
að þetta sé hægt verður að gera ráð fyrir sameiginlegum heimspekilegum grunni,
sameiginlegum grundvallarforsendum. Og þær er vissulega að finna innan forn-
aldarheimspeki en ekki okkar heimspeki. Ég vildi fjalla um þennan mun, sem ég
held að sé flókinn.
Í fyrsta lagi nálgast heimspekingar fornaldar siðfræði með sömu grundvallar-
forsendu í farteskinu sem þeir nota til að svara sömu grundvallarspurningunni:
Spurningin er beinlínis hvernig lífinu skuli lifað. Þessari spurningu svara þeir ekki
á sama hátt. En sameiginleg forsenda var sú að til væri markmið, eitt heildstætt
15 Gætum þó að því að hægt var að gagnrýna heimspeking fyrir skoðun á þeim forsendum að hún
gengi í berhögg við lífið; í þeim skilningi voru tengslin ekki framandi.
16 Dæmið er sótt til Burnyeats 1998: 92–94. Ég held hann noti fyrstur hugtakið einangrun (e. insula-
tion) í þessu samhengi. Þó hafa verið færð rök fyrir því að varast skuli að einfalda þann greinarmun
á heimspeki fornaldar (einkum efahyggju) og nútímans sem birtist í einangrun heimspekinnar
frá lífinu; sjá Bett 1993.
17 Um þessi rök sem einkum var beitt gegn efahyggjumönnum, sjá Vogt 2010.
Hugur 2014-5.indd 66 19/01/2015 15:09:33