Hugur - 01.01.2014, Page 73

Hugur - 01.01.2014, Page 73
 Femínísk heimspeki frá sjónarhóli guðfræðings 73 tiltekið er með nafnbreytingunni leitast við að varpa ljósi á vægi kynhlutverka innan samfélagsins, sem oftar en ekki eru óháð líffræðilegu kyni. Að afmarka femínisma við réttindabaráttu kvenna telst því ekki lengur réttlætanlegt. Í orðræðu níunda áratugar síðustu aldar var sú skoðun áberandi að tímabil nú- tímans (þ.e. módernismans eða nútímahyggjunnar) væri liðið undir lok og skeið póstmódernismans hafið. Það sem einkennir hinn síðarnefnda er að „stórsagan“ hefur glatað vægi sínu. Kerfisbundnar heimspekilegar greiningar á grundvallar- lögmálum veruleikans ráða ekki lengur sýn manna á sjálfið og heiminn.2 Ekki gætir lengur sömu þarfar fyrir túlkun í anda stórsagna á inntaki og markmiði sögu manns og heims. Á þetta sérstaklega við um hjálpræðissýn stórsögunnar á þróun mannkyns til sögulegrar fullkomnunar. Helstu hugmyndastefnur allt frá 18. öld fram yfir miðja 20. öld voru mótaðar af þessari hjálpræðissýn og var hún alla jafna lituð af útópískri hugmynd um framfarir, komandi velmegun og hagsæld mannkyns. Franski heimspekingurinn Jean-François Lyotard (1924–1998) skrif- aði þegar í lok áttunda áratugarins um hið póstmóderníska ástand samtímans þar sem hann setur fram þá kenningu að trúverðugleiki slíkra framsetninga sé brostinn. Í staðinn hafi opnast rými fyrir fjölda nýrra sjónarhorna þar sem eitt verði ekki yfir annað sett. Margbreytileiki innan samfélagsins og menningarkimar fái nú rými og einstaklingar og hópar tækifæri til að stíga fram á svið sögunnar í margvíslegum sérleik sínum.3 Innan fræðanna hefur sú skoðun verið áberandi á seinni árum að í raun sé ekki um jafn mikil skil að ræða og af hefur verið látið. Fræðimenn tala því nú frekar um síðnútíma (þ. Spätmoderne) í stað tímabils póstmódernisma. Það sem einkenni samtímann sé að vissir þættir módernismans komi nú fram í skýrari mynd en áður.4 Rétt sé aftur á móti að einhyggjukenningar sem byggi á eða setji fram algilda heimsmynd eigi erfitt uppdráttar, þ.e.a.s. þær kenningar að mann- legri hugsun og athöfn sé hægt að koma fyrir í einu heildstæðu kerfi eða höndla á „einn skynsamlegan hátt“, sem kæmi t.a.m. hvað skýrast fram í verklagi raun- vísinda. Þýski heimspekingurinn Wolfgang Welsch hafnar þessari sýn og seg- ir að þegar hjá Kant sé að finna greiningar á þremur mismunandi hlutverkum skynseminnar sem mæli gegn slíkri einhyggju stórsögunnar. Kant ræðir þannig um (a) hina hreinu skynsemi sem skilgreini reynsluheiminn, (b) hina verklegu skynsemi er snúi að því siðaboði sem maðurinn lúti og loks (c) um hlutverk skyn- seminnar fyrir fagurfræðina. Um sé að ræða þrjú sjónarhorn, þar sem ekkert sé yfir annað hafið.5 Áherslur póstmódernismans áttu margir femínistar auðvelt með að tileinka sér og nýta í gagnrýni sinni á þá tvíhyggju andstæðna eða stigskiptingar sem fulltrúar stórsagna beita. Í slíkri tvíhyggju er skynsemi sett ofar tilfinningum, menning ofar 2 Sigríður Þorgeirsdóttir 2001: 102. Á íslensku hefur mikið verið ritað um femínísk fræði og er m.a. eitt hefti Ritsins (2/2002) tileinkað þeim. Eitt aðgengilegasta ritið um femínisma á íslensku er bók Sigríðar Þorgeirsdóttur Kvenna megin. Þar er veitt góð innsýn í helstu strauma innan kvennaheimspekinnar og mat höfundar á þeim. 3 Lyotard 2008. Sjá einnig Sigríður Þorgeirsdóttir 2001: 103, Welsch 2008: 31–43. 4 Welsch 2008: 42–43. 5 Welsch 2008: 291–294. Hugur 2014-5.indd 73 19/01/2015 15:09:33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.