Hugur - 01.01.2014, Page 90
90 Sigurjón Árni Eyjólfsson
birta það sem var mönnum áður hulið mitt í hversdagsleika þeirra.80 Þetta telur
Irigaray einnig einkenna frásagnir af gyðjum og öðrum kvenkyns guðaverum.
Irigaray bendir á að í austrænum menningarheimum sé að finna samfélög sem
séu tiltölulega laus við ánauð vestræns feðraveldis. Þar sé að finna áherslur sem
vart komi fyrir í vestrænni menningu eins og að kynlífi sé gefið menningarlegt og
trúarlegt vægi. Þar sé kynlífið ekki skoðað í tengslum við eignir og efnahag, held-
ur út frá lífsafli þess. Það hafi þar eigið vægi og yfirskilvitlega vídd: Í því séu mörk
raunveruleikans rofin og vísað út yfir þau þannig að maðurinn öðlist hlutdeild í
annarri vídd. Það lyfti honum upp úr því sem er og tengir við það sem er verðandi.
Það sé gjöf lífs sem brjótist fram í tengslum og fyrir þau geti nýtt líf myndast og
ný kynslóð stigið fram. Kynlífið sé farvegur lífs, en ekki ávöxtun fjárfestingar.
Þannig sé þessi vídd í allt öðrum farvegi en í einhyggju feðraveldisins.
2.5. Opnir heimar
Að mati Irigaray eru heimar kynjanna opnir þar sem einstaklingar reyna að nálg-
ast hver annan og jafnvel að renna saman að vissu marki.81 Í ritum hennar Skipting
heimsins og Leyndardómi Maríu er að finna athyglisverða greiningu á þessu og
guðfræðilega útfærslu.
Að dómi Irigaray tilheyrir maðurinn ekki einni vídd þess sem er heldur einnig
vídd þess sem er komandi og tengir hún hana við Guð.82 Maðurinn stígur stöðugt
út fyrir mörk þess sem er inn í það sem verður. Samt er hann aldrei einn út af fyrir
sig heldur umvafinn öðrum.
Það er þarna sem reynsluheimar karla og kvenna mætast og skarast.83 Mark-
miðið er ekki að annar reynsluheimurinn skyggi á hinn eða taki hann yfir heldur
fyrst og fremst að þeir skarist. Það gerist fyrir tilstuðlan sjálfsgagnrýni, efa og
forvitni gagnvart hinu framandi.84 Nálgunin felst því ekki í yfirtöku heldur í því
að opna sig með hjálp tungumálsins eða samtalsins. Fyrir það stíga menn svo og
segja inn í reynsluheim hvers annars.85 Slíkum samskiptum og samtali lýsir Irig-
aray sem gestaherbergi hins framandi í híbýlum eigin veru þangað sem öðrum
er boðið heim.86 Eins og þýski heimspekingurinn Martin Heidegger talar um
tungumálið sem híbýli verunnar væri samkvæmt Irigaray hægt að kalla samtalið
80 Bayer 1999: 230–239.
81 Irigaray 2010: 12–15, 119–120 og 2011: 39–42. Auk þessa hefur Irigaray sýnt fram á hvaða vægi
þessi munur milli kynjanna og mismunandi reynsluheima þeirra getur haft fyrir löggjöfina. Hún
heldur því fram að setja þurfi mismunandi lög fyrir konur og karla sem taki mið af sérþörfum
kynjanna enda sé réttlæti ekki það sama fyrir konum og körlum. Það sé miður að réttarbætur
undanfarinna áratuga hafi í raun aðeins haft það að markmiði að umbreyta konum í karla. Enda
þótt Irigaray dragi í sjálfu sér ekki í efa vægi sameiginlegra almennra laga þá gagnrýnir hún engu
að síður þá réttarhugsun sem taki ekki tillit til munar kynjanna heldur leggi á þau bæði sömu
mælikvarða. Þessi afstaða Irigaray hefur að sjálfsögðu kallað á gagnrýni.
82 Irigaray 2010: 7, 11.
83 Irigaray 2010: 23, 119–123.
84 Irigaray 2010:13, 16. „Konur verða að segja skilið við veröld sem mætir þeim með kröfunni um
að vera sú eina og byggja upp þeirra eigin veröld og finna tæki til að geta lifað með henni sem
viðurkennir að hún er ekki sú eina […] og að greina verðandi sjálfs síns, aðra og virða sambandið
millli beggja“ (Irigaray 2010: 15).
85 Irigaray 2010: 28.
86 Irigaray 2010: 41.
Hugur 2014-5.indd 90 19/01/2015 15:09:34