Hugur - 01.01.2014, Page 95
Femínísk heimspeki frá sjónarhóli guðfræðings 95
aðra. Hún er því ekki eitthvað sem er til í manninum og hann þarf að draga fram
og þroska með sér. Þvert á móti myndast hún í þeim hlutverkaleikjum og sam-
skiptum sem einstaklingurinn á í við sjálfan sig, náunga sína og umhverfi.114
Fyrir guðfræðing á greining Butler sér hliðstæðu í mannskilningi Ritning-
arinnar og raunar dýpkar hún þann sambandsskilning sem þar er að finna: Þar
er maðurinn túlkaður sem sambandsvera, en ekki sem vera eða sjálf sem „er“ og
dvelur í sjálfum sér.115 Og alveg eins og hjá Butler er sjálfið þar verðandi og afleið-
ing þeirra hlutverka og samskipta sem maðurinn á í.
Að mati Butler verður hlutverkið að lokum að eiginleika. Menn verða það sem
þeir leika eða velja, þ.e. þar til flöktandi sjálfsmynd þeirra hefur mótast. Málum
er þó ekki þannig háttað að fólki sé í sjálfsvald sett hvaða hlutverk það tileinki
sér. Ætíð eru til staðar einhverjar hömlur. Það þýðir þó ekki að frá upphafi sé það
gefið hvaða hlutverk menn tileinka sér, líkt og um örlög sé að ræða, heldur eru
ætíð ákveðnir valmöguleikar í boði.116 Þar nægir að huga að klæðskiptingum sem
taka yfir hlutverk sem körlum eru ekki ætluð í ríkjandi samfélagsgerð og leika þau
jafnvel með afbrigðum vel.117 Í stað kyndbundinnar örlagahyggju, sem mótist af
skyldubundinni gagnkynhneigð, og þess ramma er hún setji samfélagsgerðinni,
er að mati Butler mun nærtækara að virða glufur í orðræðunni sem valmöguleika.
Því þurfi ekki að leita til femínískrar staðleysu um eitthvert framtíðarsamfélag eða
paradísarkennt upprunaástand til að ná fram breytingum svo eðli kvenna fái notið
sín. Orðræðan sjálf og glufur innan hennar veiti rými til að koma á breytingum.118
Framsetningu og greiningu Butler má setja í beint samhengi við hugmyndaheim
kristninnar þar sem synd og endurlausn mannsins sem sambandsveru eru til um-
fjöllunar. Synd er skilin sem firrt samband sem þarf að endurskilgreina og koma í
heilbrigðari farveg eða það sem kallast helgun.
Í þessu samhengi fjallar Butler um hvernig Irigaray virðir þá spennu og fjöl-
breytni sem felist í eðli kvenna og mismunandi möguleikum þeirra. Irigaray skil-
greini ekki kyn kvenna sem eitt, heldur brjóti hún upp ramma hugmyndakerfis
feðraveldisins. Það sem Butler gagnrýnir er aftur á móti sú heildarsýn sem Irig-
aray vill draga upp af eðli hins kvenlega og hvernig hún fellir saman kyn og kyn-
gervi. Þar styðjist hún við frumspekilega tvískiptingu í karlkyns- og kvenkynseðli
sem ekki er hægt að gefa sér. Þennan múr eðlishyggjunnar sem bundinn er líf-
fræðilegu kyni vill Butler brjóta.119 Hún hafnar því að hið líffræðilega geti staðið
sem sjálfstæð stærð enda sé slíkt ekki hægt án tungumálsins. Maðurinn túlki hið
líffræðilega kyn í samræmi við þá orðræðuhefð sem hann tilheyrir. Ella stæði
kynið svo að segja fyrir utan tungumálið, sem komi þá á eftir og nýtist til að
114 „Uppspretta persónulegs og pólitísks umboðs er nefnilega alls ekki einstaklingurinn heldur hin
flóknu menningartengsl sem líkamar með síbreytilega sjálfsmynd deila á milli sín. Aðeins í virku
samhengi menningartengsla verður sjálfsmyndin til og þar er henni sundrað og dreift upp á nýtt“
(Butler 2002: 183).
115 Sjá t.d. 1Mós, 3–4.
116 Butler 2012: 205.
117 Butler 2012: 202.
118 Butler 2012: 61, Butler 2006: 129, 142–143, Villa 2012: 82–83, Meißner 2012: 91–92. Um staðleysuna
innan femínismans sjá m.a. Richart 2001: 422–476.
119 Butler 1995: 11–16, 132–136, Butler 2012: 40–41, 51, 56, 155.
Hugur 2014-5.indd 95 19/01/2015 15:09:34