Hugur - 01.01.2014, Page 97
Femínísk heimspeki frá sjónarhóli guðfræðings 97
ýmist nýjar túlkanir eða kalla eftir þeim. Þannig eru til mun fleiri snertifletir milli
kynjanna en önnur kynslóð femínista gekk út frá. Kynin eru ekki líffræðilegar
staðreyndir, heldur hlutverk sem fólk tileinkar sér eftir ýmsum leiðum, meðvitað
og ómeðvitað.
Niðurlag
Sem fulltrúi fyrstu kynslóðar femínisma sýndi Simone de Beauvoir með yfirgrips-
mikilli hugmyndasögulegri greiningu hvernig feðraveldið hefur kúgað konur.
Beauvoir fjallar fyrst og fremst um stöðu konunnar í samfélaginu og með tilliti
til réttlætis, frelsis og sjálfræðis. Hún andmælir þeirri tilhneigingu, m.a. innan
vestrænnar menningar, að skilgreina karlinn sem hið eiginlega og algilda, þar sem
hann sé gerandinn, en konuna sem þolandann þar sem hún þiggi eðli sitt, stöðu
og hlutverk af honum. Þetta er undirbyggt enn frekar með þeirri hugmynd að
einstaklingurinn verði að víkja fyrir velferð heildarinnar. Því hafnar Beauvoir enda
gengur hún sem tilvistarheimspekingur út frá sjálfræði einstaklingsins og sjálfinu
sem verðandi. Jafnréttið felist í sömu réttindum og möguleikum kynjanna til að
móta líf sitt sem myndugir einstaklingar. Af þeim sökum á vægi einstaklingsins
– og þar með talið frelsi hans og ábyrgð – ekki að víkja fyrir heill samfélagsins.
Frelsi, réttlæti og annað þess háttar eru fyrst og fremst réttindi einstaklingsins og
þá oftar en ekki gagnvart kröfum sem settar eru fram í nafni einhverrar heildar.
Jafnréttið er hjá Beauvoir skilið í samræmi við sjálfræði einstaklingsins þar sem
sömu réttindi og möguleikar eru í boði fyrir konur og karla.
Annað tímabilið í femínískri heimspeki tengist m.a. höfundunum Carol Gil-
ligan og Luce Irigaray sem báðar leggja áherslu á hið kvenlega eðli, sjálfsmynd
kvenna og sérstöðu þeirra gagnvart karlmönnum. Irigaray dregur fram reynslu-
heim kvenna og nýtir þar aðferðir sálgreiningarinnar um leið og hún gerir upp
við áhrif Freuds innan hennar. Í viðleitni sinni við að ljá konum tungutak grípur
Irigaray til myndmáls og tákna kristninnar.
Helsti fulltrúi þriðja tímabilsins er síðan Judith Butler sem heldur því fram
að skiptingin milli hins kvenlega og karllega hvíli á hugmyndum eða hlutverk-
um sem hafi í raun lítið að gera með líffræðilegt kyn. Kynskiptingin sé þvert á
móti afurð menningarlegrar orðræðu og sé þannig félagslega og sögulega skilyrt.
Ógjörningur sé að leggja hana að jöfnu við einhvern fastmótaðan náttúrulegan
eða eðlislægan veruleika.
Allir eiga þessir helstu hugmyndafræðingar femínista það sameiginlegt að vera
gagnrýnir á eðlishyggju og einhyggju feðraveldsins. Í annan stað sameinar þá að
þeir meta veruna ekki sem kyrrstæða heldur sem verðandi. Veruleikinn er þannig
ekki talin föst stærð, heldur margbrotið ferli.
Frá sjónarhóli guðfræðings má sjá í framsetningu þeirra samsvörun í kristnum
mannskilningi þar sem áherslan hvílir á manninn sem bæði verðandi og veru.
Sú tilhneiging er rík innan orðræðu samtímans að virða lítt margbreytileika
þeirra mynda sem móta hinn kristna hugmyndaheim, arfleifð hans og Ritn-
Hugur 2014-5.indd 97 19/01/2015 15:09:34