Hugur - 01.01.2014, Side 119

Hugur - 01.01.2014, Side 119
 Skotveiðar á spendýrum 119 hvort sem er nokkuð aðstæðubundin. Hvernig er þá hægt að takast á við þau siðferðilegu álitamál sem hafa verið reifuð þannig að sú umfjöllun fari fram á sviði hagnýttrar siðfræði? Þótt kenningar séu látnar liggja á milli hluta í bili er ekki þar með sagt að siðferðilegum álitamálum megi ekki lýsa og greina. Til dæmis er hægt að leitast við að greina ákveðin grundvallarskilyrði sem öll umræða okkar þarf að taka tillit til. Í því samhengi má til dæmis benda á að það virðist vera ákveðin lágmarkskrafa til siðfræðilegrar greiningar á skotveiðum að hún geri raunhæfar kröfur til fólks. Þannig getur ekki verið siðferðilega rangt að bjarga mannslífi með því að deyða villt dýr. Ef ísbjörn ógnaði augljóslega mannslífi þar sem enginn vafi leikur á hættunni sem af birninum stafar væri umræða um hvort mætti fella dýrið hálfeinkennileg. Hún væri jafn einkennileg og það væri að rjúka til og fella dýr sem er statt í eyðifirði. Svipað má segja um það ef raunverulegt hungur steðjar að fólki. Geta dýraverndunarsinnar leyft sér að fordæma veiðar fólks sem getur ekki aflað sér viðurværis með öðrum hætti? Lífsafkoma fólks getur einnig verið í húfi, samanber það sem sagt var hér að framan um flokkun á meindýrum. Þau dýr sem herja á útsæðið eru drepin og það sama má segja um selinn sem skemmir arðbærar veiðar sem geta verið helsta tekjulind fólks. Í þessum dæmum má líklega segja að fólk hafi „gripið til vopna“ fremur en að um raunverulegar skotveiðar sé að ræða. Hér hefur verið reynt að skýra nokkurs konar lágmarksskilyrði sem greining á siðferðilegum álitamálum varðandi skotveiðar verði að taka tillit til. Heimspekileg greining getur auk þess, án þess að bregða fyrir sig sérstökum kenningum, dregið fram tvískinnung í skoðunum fólks og varpað ljósi á falsrök. Umræðunni um rjúpurnar var ætlað að vera nokkuð einfalt dæmi um slíkan tvískinnung sem getur verið meinlegur, eða jafnvel einfaldlega vandræðalegur þegar hann berst í tal innan fjölskyldu, án þess að neinum komi í hug að kalla hann siðferðilega ámælisverðan. Viðhorf fólks geta hins vegar verið þess eðlis að þau varpa ljósi á hugmyndaheim sem vert er að gagnrýna með dýpri rökum. Helsta einkenni slíks hugmyndaheims er að hann tilheyrir ekki einungis einstaklingum með skoðanir sem eru ekki lausar við örlítið persónulegt ósamræmi heldur er hann niðurstaða af umræðu hóps fólks sem jafnvel forherðist í skoðunum sínum við slíka umræðu. Dæmi um slíkar umræður sem tengjast efni þessarar greinar er þegar fólk gerir lítið úr viðhorfum annars fólks, einmitt í nafni tvískinnungs: Veiðimenn hrista hausinn yfir andstæðingum veiða og segja að þeir ættu þá fremur að eyða kröft- um sínum í að gagnrýna meðferð dýra í landbúnaði (stundum einmitt í þeirra heimalöndum) og dýraverndunarsinnar gefa ekki mikið fyrir þá aðfinnslu veiði- manna að verndunarsinnar láti tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og benda á hvernig veiðimenn geta sjálfir átt erfitt með að vera sjálfum sér samkvæmir um hvaða dýr megi veiða og hver ekki. Eina vörnin við þeim tvískinnungi sem hér hefur verið lýst er að beita því sem oft er nefnt gagnrýnin hugsun. Slík vörn felst fyrst og fremst í röklegri greiningu á þeim gildum og viðhorfum sem eru til staðar í samfélaginu. Síðar í þessari grein verður rætt meira um spurningar sem greining í anda gagnrýninnar hugsunar ætti að tileinka sér en hér verður látið nægja til að byrja með að nefna eina slíka. Ásak- Hugur 2014-5.indd 119 19/01/2015 15:09:35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.