Hugur - 01.01.2014, Page 124
124 Henry Alexander Henrysson
athugult á allar hliðar hvers máls.30 Skotveiðar á spendýrum geta verið slíkt mál
þar sem skoðanir eru skiptar og full ástæða því til að skoða það frá öllum hliðum.
Besta leiðin til þess er að spyrja ákveðinna spurninga sem varpa ljósi mismunandi
viðhorf. 31 Til dæmis getur verið mikilvægt að spyrja sig hvort maður geri sér grein
fyrir hvað sé nákvæmlega til umræðu, til dæmis með því að greina skotveiðar frá
öðrum veiðum. Einnig þarf að skoða hvort ríkir hagsmunir liggi að baki þeim
skoðunum sem virka sannfærandi. Og vissulega er einnig mikilvægt að geta borið
kennsl á sem flestar rökvillur og greint þær. Allt þetta á líka við um greiningu
hugtaka: Hvað er átt við með „sjálfbærni“? Fylgja einhverjar skyldur veiðirétti?
Svona mætti lengi telja.
Einnig má leitast við að draga fram hvers konar vangaveltur, áhyggjur jafnvel,
liggja að baki þessum meginviðhorfum. Slík rannsókn beinist þá ekki að álykt-
unum röksemdafærslna sem slíkum, eins og gagnrýnin hugsun er líklega þekktust
fyrir, heldur fremur þeim forsendum sem fólk gefur sér þegar það leitar leiða til
að færa rök fyrir máli sínu. Þar koma spurningarnar sem nefndar voru sem dæmi
um gagnrýna hugsun að góðum notum. Dæmi um forsendu sem mörgum þykir
ómissandi þegar rök eru færð fyrir skoðunum á umhverfismálum eru svokölluð
„hagræn áhrif“. Þessi forsenda getur svo tengst flestum þeirra meginviðhorfa sem
rædd voru hér að framan. Tengsl hagrænna áhrifa og réttmætra ákvarðana eru
fjarri því að vera skýr. Í augum margra eru þetta andstæður en aðrir líta svo á
þarna sé ekki hægt að skilja á milli. Áskorunin felst í því að skoða hvert atvik þar
sem hin hagrænu áhrif eru dregin inn í umræðuna, til dæmis með því að spyrja sig
um hagsmuni, eins og nefnt var hér að framan. Það sem er hins vegar mikilvægast
að gera sér grein fyrir er að með því að vísa til hagrænna áhrifa er ekki sjálfkrafa
komist að afdráttarlausri niðurstöðu þegar kemur að skotveiðum. Ein ástæða þess
er til dæmis einfaldlega ágreiningurinn um hvort villt dýr séu verðmætari sem
náttúruprýði eða veiðibráð.32 Þegar slík umræða er skoðuð sést vel hvernig hag-
fræðileg rök geta ekki haft úrslitaáhrif í rökræðum um siðferðileg álitamál. Þau
geta vissulega verið viðeigandi og geta stutt ákveðna afstöðu en sem meginrök
virka þau ekki.
Önnur forsenda felur í sér að það hljóti að vera mannkyns að ákveða hvaða
dýr má drepa, í hvaða skyni og með hvaða hætti. Við gætum kennt slíka hugsun
við tegundahyggju.33 Hér þarf einnig að stíga varlega til jarðar. Forsendan gæti til
dæmis verið eitthvað á þessa leið: Dýr eru ólík og eiga í margvíslegum tengslum
við mannfólk og því er eðlilegt að fólk taki ákvörðun um hvaða dýr megi flokkast
sem veiðibráð.34 Líkt og með hagræn áhrif verður fólk að temja sér gagnrýn-
hans eða aðstæður þegar rök eru færð fyrir skoðun. Spurninguna um það hvort málefnalegar
ástæður liggi þar að baki þarf ávallt að skoða gaumgæfilega í hvert sinn.
30 Sjá Henry Alexander Henrysson 2013a: 11.
31 Sama rit: 10–11.
32 Áberandi dæmi sem við þekkjum vel úr íslenskri umræðu er hvort hvalveiðar og hvalaskoðun fari
saman, sjá til dæmis Cunningham, Huijbens og Wearing 2012.
33 Hugtakið „tegundahyggja“ (e. speciesism) er fyrst og fremst notað um það viðhorf að mannkynið
standi öðrum tegundum framar. Hér er það einnig notað yfir þá afstöðu að gera upp á milli mis-
munandi dýrategunda.
34 Peter Singer (1975, 2009) hefur gert tegundahyggju að einu helsta skotmarki sínu. Samkvæmt
Hugur 2014-5.indd 124 19/01/2015 15:09:36