Hugur - 01.01.2014, Side 125

Hugur - 01.01.2014, Side 125
 Skotveiðar á spendýrum 125 ið viðhorf til þessarar forsendu með því að spyrja sig ákveðinna spurninga. Því til viðbótar er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig önnur hliðin getur ekki eignað sér – eða öðrum – þessa forsendu. Fólk sem er hlynnt skotveiðum getur átt það til að gera lítið úr afstöðu verndunarsinna þar sem þeir hampi einni teg- und á kostnað annarrar. Er þá stundum gripið til áðurnefndrar hugmyndar um „Disney-væðingu“. En þá kemur aftur að spurningunni hvort þau viðhorf feli í sér ákveðinn tvískinnung. Það getur verið erfitt að forðast hann ef maður hampar gáfnafari hundsins síns en hnussar yfir fólki sem berst fyrir verndun höfrunga á þeirri forsendu að þeir séu svo skynugar skepnur. Undirliggjandi gagnrýni á þær tvær gerðir forsendna sem ræddar voru hér að framan og tengjast óneitanlega náið ákveðinni mannhverfingu er að það sé ekki mannkyns að ákveða stöðu dýra (sérstaklega spendýra) gagnvart manninum, þau hafi sjálf ákveðin réttindi til að bera sem aðrir hagsmunir eins og þörf mannsins til að fullnægja meðfæddri veiðiþörf geti ekki vikið til hliðar. Dýr hafa sem sagt siðferðilega stöðu í ljósi réttinda sinna til lífs og sjálfræðis og til að þurfa ekki að þola óþarfa þjáningar.35 Og það er þessi siðferðilega staða sem ræður því hvort at- höfn eins og sú að stunda skotveiðar sé ámælisverð eða ekki. En hvers vegna ættu spendýr að njóta þessarar stöðu? Svör við þessari spurningu byggjast á blöndu af nokkrum þáttum. Flestir nefna huglæga getu þeirra. Fólk telur sig ekki vera haldið einhvers konar „Bamba-blindu“ þótt það ímyndi sér að flest spendýr finni til sársauka og óþæginda á svipaðan hátt og menn og geti jafnvel verið á valdi geðshræringa eins og ótta og undrunar. Mörg spendýr mynda einnig samfélög sem benda til einhvers konar frumstæðrar félagsvitundar sem er jafnvel óþægilega svipuð okkar eigin. Að lokum vilja margir halda því fram að spendýr hafi nokkurs konar framtíðarsýn og ætli sér að gera vissa hluti og forðast aðra. Þessi svör við spurningunni um það hvers vegna dýr hafa siðferðilega stöðu sem er sambærileg við stöðu mannfólks verða ekki greind frekar hér. Mikil umræða hefur til dæmis farið fram um hversu mikil manngerving liggi að baki þessu viðhorfi og hvort það sé réttlætanlegt í ljósi vísindalegrar þekkingar.36 En hvaða afstöðu sem við höfum gagnvart þeim sem telja sig geta fært rök fyrir réttindum eða hagsmunum dýra er ljóst að margar eldri hugmyndir um sambúð manna og dýra eru á undanhaldi. Þó að lesendur hafi lengi hlegið að doktor Al- túngu í Birtíngi Voltaires og rausi hans um að svín hafi verið sköpuð fyrir fleskát er staðreyndin sú að þetta viðhorf virðist hafa verið ríkjandi í langan tíma eftir að honum hlýtur upphafspunktur siðfræðilegrar greiningar á því hvernig við nýtum okkur önnur dýr að vera sá að þjáning allra dýra skipti sama máli. Verkefni siðfræðingsins sé að athuga, þótt það verði aldrei gert af mikilli nákvæmni, hvaða ánægja einnar dýrategundar (mannsins) sé rétt- lætanleg í ljósi þeirra þjáninga sem hún veldur öðrum dýrum. 35 Mikið hefur verið skrifað um siðferðilega stöðu dýra undanfarna áratugi. Flest á sér rætur í verk- um þeirra Singers (1975) og Regans (1983). Regan og Singer 1989 er safn ritgerða sem setur les- endur ágætlega inn í þá umræðu sem þeir settu af stað. Örlítið nýrra rit er Hargrove 1992. 36 Fræðilega séð er ekkert sem mælir á móti því að dýrategund geti þjáðst meira og ákafar en mað- urinn, svo dæmi sé tekið. En ekki hefur verið sýnt fram á slíkt með vísindalegum hætti og raunar hafa vísindamenn átt erfitt með að greina og skýra með hvaða hætti dýr finna til sársauka þannig að hægt sé að tala um að þau geti þjáðst á svipaðan hátt og maðurinn. Hugur 2014-5.indd 125 19/01/2015 15:09:36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.