Hugur - 01.01.2014, Side 127

Hugur - 01.01.2014, Side 127
 Skotveiðar á spendýrum 127 þessu og finnst ámælisvert að hann geri þetta að gamni sínu kunna að vera fyrst og fremst byggð á tilfinningum, en þau eiga fullkomlega rétt á sér. Það sama á við um þá andúð sem fólk finnur til varðandi „dósaveiðar“, þar sem dýrum er sleppt innan girðingar til að vera skotin stuttu seinna.41 Það eru fyrst og fremst ástæður sem hægt er að rekja beint til geðshræringa sem fá fólk til að telja veiðar á þokkafullum spendýrum ámælisverðar. Og þessi andúð getur verið ágæt röksemd á meðan veiðarnar fara fram af léttvægu tilefni.42 Í raun og veru eru þarna komin fram bestu rökin fyrir því að gagnrýna ekki hugmyndina um þokkafull spendýr of hart. Það er eðlilegt að viss dýr fangi ímyndunarafl okkar og fái okkur til að endurskoða samband okkar við náttúruna. Franski heimspekingurinn Michel de Montaigne (1533–1592) er einn frum- kvöðla nútímaheimspeki. Ritgerðir hans eru að stórum hluta tilraunir til að sýna fram á mannlegt eðli. Ein aðferð sem hann notar gjarnan til að sýna einkenni (og takmarkanir) manna er að gera grein fyrir hegðun annarra dýra. Kettir koma sérstaklega oft við sögu enda finnst honum gáfnafar þeirra vera slíkt að hann leyfir sér að spyrja hvort hann sé í raun að leika við köttinn sinn eða kötturinn að leika sér að honum.43 Hér verður þeim vangaveltum ekki svarað en þess í stað bent á að ritgerðir Montaigne eru einungis eitt dæmi af mörgum í sögu heim- speki og bókmennta þar sem þau sterku tengsl sem við höfum við önnur spendýr skína í gegn. Hér eru þau ekki nefnd sem úrslitaatriði þegar kemur að því að skera úr um siðferðileg álitamál varðandi skotveiðar en að sami skapi hefur verið leitast við að draga fram hvers vegna þau er ekki hægt að hunsa. Mikilvægast er einfaldlega að hafa skýra hugmynd um það fyrir hverju þau geta verið rök. Sterk tengsl við sum spendýr eru til dæmis mikilvæg þegar kemur að því að fordæma tilgangslaust ofbeldi gagnvart öðrum dýrum sem og þegar styðja þarf ákall um að mannúðlegar veiðiaðferðir séu stundaðar. Siðareglur í skotveiðum eiga sér langa sögu og þótt til séu raddir sem segja að slíkar reglur hafi fyrst og fremst verið settar til að halda almúganum frá veiðum vegna aukins kostnaðar þá er því ekki að neita að þar sem slíkar reglur eru í gildi og þeim er framfylgt eru veiðar síður umdeildar.44 Sem dæmi má nefna takmarkaða umræðu sem er á Íslandi um rétt- mæti hreindýraveiða. Megnið af þeim reglum sem settar hafa verið um þær snúa að velferð dýranna og því að tryggja mannúðlegar veiðar.45 Frjálsar veiðiaðferðir 41 Dósaveiðar (e. canned hunting) geta verið að mörgu tagi. Nafnið gefur til kynna að nokkurs konar iðnaður hafi verið byggður upp í kringum veiðarnar. Umdeildasta dæmið í samtímanum er án nokkurs vafa ljónaveiðar í Suður-Afríku þar sem efnaðir Vesturlandabúar borga stórfé fyrir að fá að skjóta ljón sem stuttu áður hefur verið sleppt innan girðingar. Ljónin hafa yfirleitt verið alin upp frá því þau voru litlir hvolpar til þess að verða slík veiðibráð. 42 Eins og fram hefur komið í þessari grein skiptir tilefni veiðanna höfuðmáli. Fólk fyllist réttlátri reiði þegar það sér myndir af fílshræi þar sem eini tilgangurinn með drápinu var að saga tenn- urnar úr dýrinu. Svipuð tilfinning blossar upp hjá fólki sem les um ljón sem var skotið fyrir eina ljósmynd. 43 Montaigne 1991: 505. 44 Luke (1997) ræðir ítarlega um svokallaðan „Sportsman’s Code“ og færir áhugaverð rök fyrir því að sá sem gengst undir þær reglur lendi í vandræðum með að réttlæta frístundaveiðar þar sem djúpstæð virðing fyrir veiðidýrum falli illa að því að skjóta þau. 45 Dæmi úr reglugerð er að óheimilt sé að skjóta frá vélknúnu farartæki, ekki megi smala hrein- dýrum á ákveðinn veiðistað, særð dýr beri að aflífa þegar í stað og kálfar með felldum kúm skuli Hugur 2014-5.indd 127 19/01/2015 15:09:36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.