Hugur - 01.01.2014, Page 149
Að standa ekki á sama 149
Í umræðu sinni um umhyggjusiðfræði gagnrýnir Vilhjálmur Gilligan fyrir að
halda því fram að eitt af meginmarkmiðum umhyggju sé að „valda ekki sárindum
og gera gott úr þegar skaðinn er skeður“. Í þessari umræðu Vilhjálms getum við
einmitt greint muninn á þessum tveimur tegundum aðstæðunæmis. Vilhjálmur
leggur til að sárindi séu „huglæg eða einstaklingsbundin“ og einkennist af því að
einhverjum sé tilfinningalega misboðið. Skaði sé hins vegar brot „gegn varanleg-
um, hlutlægum hagsmunum“. Þannig sé óneitanlega rangt að valda öðrum skaða
en það hvort sárindi séu óréttmæt sé háð ýmsum skilyrðum:
Þótt ég viti að Magnúsi hafi sárnað við Maríu, er það opin spurning
hvort María hafi beitt Magnús rangindum. Þeirri spurningu er nauðsyn-
legt að svara áður en því er slegið föstu að María beri siðferðilega ábyrgð
á sárindum Magnúsar. Að öðrum kosti yrði Maríu gert að axla almenna
ábyrgð á tilfinningum Magnúsar sem er fráleitt.41
Vissulega er það fráleitt. En umhyggjusiðfræðin felst ekki í því að við tökum
ábyrgð á sárindum sem við berum ekki ábyrgð á. Hún biður okkur hins vegar
um að við gerum okkur grein fyrir því að sem manneskjur sem eiga í marg-
víslegum samböndum, sem tengslaverur, þurfum við að bregðast við sárindum
hvort sem þau eru réttmæt eða ekki og hvort sem við bárum ábyrgð á þeim eða
ekki. Það gæti verið með því að gefa þeim sem sárnaði rými til þess að tjá sárindi
sín eða með því að veita þeim stuðning. En þetta gæti líka hafa verið kornið sem
fyllti mælinn í óheilbrigðum samskiptum tveggja aðila og valdið sambandsslitum
þeirra – en allt veltur það á því hver sameiginleg saga aðilanna er.
Því væri hægt að líta svo á að gagnrýni femínísku siðfræðinganna hvíli ekki
á því að ekkert næmi sé fyrir aðstæðum innan klassísku siðfræðikenninganna,
heldur á þeirri mynd sem þar er dregin af næmninni. Í klassísku kenningunum
tekur næmnin á sig mynd gagnasöfnunar, enda þurfum við að taka til greina
alla þá þætti sem skipta máli í siðferðisdómum. Þetta sést ekki síst á því hvernig
klípusögur klassísku kenninganna eru í sífelldri mótun, þar sem bætt er við þátt-
um og þeim breytt til þess að meta hvernig við myndum breyta í einum aðstæðum
frekar en öðrum. Það sem femínísku gagnrýnendurnir hafa mun fremur í huga
er ekki endilega aðstæðunæmnin sem slík, heldur gagnkvæmnin sem ætti að ein-
kenna hana. Ekki bara að hægt sé að standa og safna hlutlægum staðreyndum í
sarpinn og fella síðan dóm, heldur að samræða, samskipti og traust séu algerir
lykilþættir í siðlegum viðbrögðum.
Þegar við lítum þannig á siðaveruna og samskipti hennar við aðra verður
ljóst hvernig umhyggjusöm sambönd geta myndað víðan grundvöll fyrir siðlega
breytni, sem undirliggjandi gildi mannlegs samfélags. Þetta má þó ekki skilja sem
svo að við hættum að horfa til þeirra gilda sem réttlætiskenningarnar hafa fært
okkur í daglegu lífi. Á þessum nótum vitnar Held í Diemut Bubeck sem hvetur
okkur til þess að líta ekki á réttlætiskröfurnar sem utanaðkomandi þvinganir á
41 Sama rit: 322.
Hugur 2014-5.indd 149 19/01/2015 15:09:37