Hugur - 01.01.2014, Side 185
„Ég – Luce Irigaray“ 185
viljað skapa þína menningu á kostnað sjálfsveru minnar. Þá getur það mögulega
meitt þig, en raunar meiðir það þig alls ekki. Það er menningarleg villa, segi ég.
Ef ég set mörkin þarna þá á ég þó á hættu að meiða hinn.
Ég útbjó bók þar sem ég lagði á mig mikla vinnu við að fá viðurkenndan þenn-
an óbreytanlega mun. Ég tileinkaði hana karli, ítölskum stjórnmálamanni sem
ég held áfram að vinna með. Í mjög átakamiklum opinberum rökræðum sem við
áttum í, ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég á að orða það, samþykkti hann mína
afstöðu og ég hans, og mögulega í fyrsta sinn í lífi mínu fann ég sannarlega að
við vorum tvö. Og það hjálpaði mér, myndi ég segja, við að setja saman yfirstig
innsæis og lifaðrar reynslu. Og við vinnum saman, sérstaklega á stjórnmálasvið-
inu, og leitumst alltaf við að vera tvö. Stundum finnst honum að munurinn sé
ekki kynjaður, munur karls og konu, á meðan ég reyni alltaf að snúa aftur þang-
að. Þegar við höfum komið fram á bókakynningum og tekið þátt í pólitískum
rökræðum á Ítalíu finnst mér einstaklega áhugavert að sjá áhuga þeirra sem koma
og hlusta á það sem á sér stað milli okkar. Fólk er mjög athugult, líkt og þarna
sé nýr sjóndeildarhringur og það vill koma. Áheyrendur njóta þess að koma, sér-
staklega unga fólkið. Þegar ég kynnti þessa bók með honum, sem er tileinkuð
honum,12 var margt fólk á kynningunni og kom unga fólkið til mín á eftir til
að fá bókina áritaða og ég skrifaði stutta áritun. Þar sem hann stóð við hliðina
á mér, réttu þau honum bókina og sögðu: „þú líka“. [Hlær.] Og hann sagði „en
ég vil það ekki, ég gerði ekkert“ – því þetta er mjög heilsteyptur maður, heið-
arlegur – og ég sagði við hann að það væri ekkert að því. En það sem vakti athygli
mína var þrá þessa fólks, sérstaklega unga fólksins, eftir samskiptum milli karls
og konu sem voru samskipti af gagnkvæmri virðingu, sjálfstæði. Á sama tíma, já,
þrá eftir gagnkvæmri ástúð, eftir því að eitthvað breytist í hinum menningarlegu
tengslum, stjórnmálalegu tengslum og svo framvegis. Það er mjög heillandi. Það
er ný söguleg staða.
Femínistar vilja stundum tala um umsnúning valds. Karlar hafa farið með það,
nú viljum við fara með valdið. Ég held ekki að þetta sé leiðin sem þarf að fara.
Það er nauðsynlegt að koma á tengslum milli tveggja. Það er langtum mikilvæg-
ara, tengsl tveggja en þó ólík þeim sem þegar eru til staðar. Það er, algerlega ný
tengsl, án nokkurrar láréttrar undirgefni og án nokkurrar undirgefni annars kyns-
ins gagnvart hinu. Þetta kallar á grundvallarendurhugsun á vanda kynferðislegrar
girndar, því maður er alltaf látinn takast á við grundvöll kynferðislegrar girndar,
staða sem hinir mestu femínistar skilja. Ef þeir eru samkynhneigðir þá eiga þeir
ekki lengur við þennan vanda að etja, eða halda að þeir hafi hann ekki lengur. Ef
þeir eru ekki samkynhneigðir eru þeir svolítið klofnir því þeir eru femínistar á
opinbera sviðinu og á hinu persónulega sviði falla þeir stundum að verstu staðal-
mynd samkynhneigðar. Svo ég tel að til að breyta gerð sambands milli þessa og
hins, milli karls og konu á opinbera og tilfinningalega sviðinu, þá sé þetta ein
mikilvægasta viðleitni okkar tíma.
Sp. Þú notar stundum tungumál meinafræðinnar til að tala um félagslegan og menn-
12 J’aime á toi er tileinkuð Renzo Imbeni.
Hugur 2014-5.indd 185 19/01/2015 15:09:39