Hugur - 01.01.2014, Side 228

Hugur - 01.01.2014, Side 228
228 Páll Skúlason IV Hér komum við að upplifun okkar af hinu hugstæða, upplifun sem fellur ekki að neinu hugmyndakerfi en sýnir þó hversu smá og yfirborðskennd öll slík kerfi hljóta að vera. Við skulum nú yfirvega þessa upplifun sem slíka, það er án tillits til þeirra tilteknu ytri viðfanga sem valda upplifuninni hverju sinni (eins og ég tel Öskju vera dæmi um) eða til þess með hvaða hætti reynslan var framkölluð. Það er ljóst af greiningu Ottos að hin hugstæða vitund tengist ekki neinum ákveðnum ytri aðstæðum, hann ímyndar sér hið hugstæða fremur sem óvenjulegt fyrirbæri eða viðfang sem við kunnum að uppgötva og upplifa með svipuðum hætti í ólíkum aðstæðum. Í raun virðist eitthvað varðandi heiminn valda því, að minnsta kosti endrum og eins, að við upplifum tilfinningu fyrir hinu hugstæða í þeim skilningi sem Otto ljær því, það er sem einhverju forboðnu eða heilögu án nokkurs siðferðilegs eða röklegs innihalds. Otto telur að þessi sérstaka tilfinning geti aðeins kviknað vegna þess að í djúpum sálar okkar njótum við þeirrar óvenju- legu náðargáfu að geta uppgötvað hið hugstæða.20 Samkvæmt Otto ættum við að hugsa fræðilega um grundvöll hins hugstæða sem „„hreina skynsemi“ í dýpstu merkingu þess hugtaks, sem vegna „yfirburða“ inntaksins verður að aðgreina bæði frá hinni hreinu fræðilegu og hinni hreinu hagnýtu skynsemi Kants, sem nokkuð enn æðra og dýpra en þær eru.“21 Ég hyggst ekki véfengja þessa kantísku hugsun, en mér finnst mun áhugaverðara að einbeita mér að þeirri staðreynd að það er eitthvað truflandi í sambandi okkar við hlutveruleikann; eitthvað sem veldur því á stundum að við upplifum heiminn sem gjörsamlega óskiljanlegan. Tilfinningin fyrir hinu hugstæða, hin hugstæða vitund, er skýr opinberun þessarar grundvallarstaðreyndar um samband okkar við veru- leikann, heiminn og sjálf okkur. Vissulega dveljum við sjaldan við þessa truflandi reynslu sem fólk kann að upplifa og tjá með býsna ólíkum hætti. Mér hefur alltaf þótt lýsing Alberts Einstein á þessari reynslu býsna nærri lagi: „Hið fegursta sem við kunnum að upplifa er reynslan af hinu dulræna. Hún er uppspretta allrar sannrar listar og allra vísinda. Sá sem ekki kannast við þessa tilfinningu, sá sem getur aldrei staldrað við í aðdáun og forundran er svo gott sem dauður: augu hans eru lokuð.“22 Ég geng að því vísu að trúarbrögð heimsins bjóði upp á ólíkar leiðir til að tjá þennan andlega skilning í því skyni að gera okkur kleift að treysta andleg tengsl okkar við náttúruna og okkar sjálfra á milli. Orðið religion er dregið af latneska orðinu re-ligare, að binda saman, og þessi einfalda merking er sérlega mikilvæg, orðið lýsir því um hvað trúarbrögðin snúast. En ef það er nauðsynlegt að binda eitthvað saman, eða tengjast einhverju, er það vegna þess að einhver aðskilnaður er til staðar: Hvert okkar uppgötvar sjálft sig aðskilið frá öllu öðru, jafnvel sjálfum okkur, sem náttúruverum. 20 Í kristinni kenningu er iðulega talið að hugmyndin um Guð sé falin innra með hverri mannssál, en að hvert og eitt okkar verði sjálft að leggja á sig að virkja hana í daglegu lífi og reynslu. Otto hefði ekki nefnt hið hugstæða Guð þó hann hafi verið kristinn. Það er fremur hreint a priori- grunnhugtak skynseminnar í hinum kantíska skilningi. 21 Otto 1958: 114. 22 Vitnað eftir Patrick og Chapman 1935: 44. Hugur 2014-5.indd 228 19/01/2015 15:09:41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.