Hugur - 01.01.2014, Síða 235
Tilviljun og tilgangur í lífi og eilífð 235
Monod og Albert Camus
Monod var tónelskur mjög og segir sagan að litlu hafi munað að hann helgaði líf
sitt tónlistinni í stað líffræðinnar. Hann tók virkan þátt í andspyrnuhreyfingunni
á stríðsárunum samfara fræðistörfum og tók þátt í að skipuleggja skemmdarverk,
vopnaflutninga og fleira. Hann gekk í franska kommúnistaflokkinn á stríðsárun-
um, en missti fljótlega álit á stefnu flokksins í ýmsum málum, ekki síst þegar
Trofim Lysenko (1898–1976) komst til áhrifa í Sovétríkjunum út á kenningar sín-
ar um erfðir áunninna eigileika, sem voru valdhöfum þóknanlegar en stönguðust
á við vísindaleg gögn. Lysenko lét ofsækja erfðafræðinga sem viðurkenndu lög-
mál Mendels. Mendel hafði komist að því að eindir, sem voru seinna kallaðar gen,
gætu útskýrt erfðir margra eiginleika. Lysenko byggði hins vegar á hugmyndum
Jeans B. Lamarck (1744–1829) um að umhverfi mótaði eiginleika einstaklinga,
sem síðan gætu flust milli kynslóða. Kommúnisminn leggur áherslu á jöfnuð
og mikilvægi umhverfis. Fylgismenn hans voru því ginnkeyptir fyrir þeirri hug-
mynd að erfðafræðilegur munur milli manna væri léttvægur. Lysenko vildi ekki
stunda kynbætur, heldur betrumbæta hveitifræ með „umhverfislegri innrætingu“.
Kommúnistar á Vesturlöndum gleyptu við þessum áróðri og báru hann áfram.
En þá andmæltu vestrænir erfðafræðingar. Monod skrifaði harðorðar greinar í
frönsk blöð og hlaut bágt fyrir hjá fyrrum félögum sínum í flokknum. Honum
fannst ótækt að pólitískur rétttrúnaður vægi þyngra en vísindaleg þekking, og enn
verra að fólk væri ofstótt eða jafnvel drepið fyrir vísindaleg störf. Í kjölfar þessara
skrifa tókst vinskapur með Monod og skáldinu Albert Camus (1913–1960), sem
einnig hafði misst álit á sósíalisma eins og hann var útfærður í Sovétríkjunum.4
Margt hliðstætt má sjá í heimsmynd Monods og Camus, þar sem báðir upplifðu
hverfulleika lífsins og tókust á við spurninguna um tilgang í heimi án guðlegrar
forsjónar. Báðum þótti mikilvægt að menn bæru ábyrgð á sínu lífi, gjörðum og
samfélagi, og voru þeir friðarsinnar og á móti dauðarefsingu.
En hvað dró mikilsvirtan sameindaerfðafræðing frá tilraunastofunni til þess
að skrifa bók um hin nýju lífvísindi og mannkynið á tuttugustu öld? Sean B.
Carroll ræðir þetta í nýlegri bók, Hugrökk snilld (Brave genius, 2013), þar sem hann
þræðir saman lífshlaup vinanna Monods og Camus. Carroll leggur þar mikla
áherslu á ábyrgðartilfinningu þá sem knúði félagana áfram í andspyrnuhreyfing-
unni. Monod vann með Frjálsum Frökkum á sama tíma og Camus ritaði pistla og
fréttir fyrir ólöglega fréttablaðið Combat. Camus hvatti landa sína til dáða, vísaði
í réttlæti, mikilvægi heilinda og mannlegrar ábyrgðar. Hann afneitaði trúarleg-
um hugmyndum og viðleitni til þess að reisa siðferðileg gildi á þeim en réttlætti
andspyrnuna með skírskotun til réttlætis og frelsis. Skrif hans blésu þúsundum
von og hugrekki í brjóst. Eftir stríð spurðist út hvaða listapenni hefði skrifað
rit stjórnar pistla Combat, og leikrit og bækur Camus tóku að rokseljast. Þegar
Camus fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1956 var hann yngsti verðlaunhafi í
50 ár. Þar með hlaut Camus enn víðari hljómgrunn, og hann varð nokkurs konar
„samviska kynslóðar sinnar“. Hann skrifaði gegn ofbeldi og þrýsti á um frið, sér-
4 Carroll 2013.
Hugur 2014-5.indd 235 19/01/2015 15:09:41