Hugur - 01.01.2014, Page 258
258 Eyja Margrét Brynjarsdóttir
er eiginlega bara orðlaus yfir þessu dæmi en leyfi mér að benda á, sé einhver að
velta því fyrir sér, að ekki var minnst á það í neinum af hinum köflunum að ein-
hver hefði fengið útrás fyrir gagnkynhneigð sína með vinkonu sinni. Ætli Precht
telji að Wittgenstein hafi hætt að vera samkynhneigður eftir að hann hafði fengið
„útrás“ fyrir samkynhneigð sína í Noregi? Og hvers vegna er verið að taka sér-
staklega fram hver kynhneigð hans var yfirleitt? Ekki þykir ástæða til þess þegar
menn eru gagnkynhneigðir.
Ég var reyndar ósátt við margt annað í kaflanum um Wittgenstein. Til að
mynda er eitthvað undarlegt á ferðinni í framsetningunni eða samhenginu þann-
ig að erfitt er að átta sig á hvað er á seyði á blaðsíðu 110: „Eins og ráða mátti af
sögunni um líkanið af umferðarslysinu í París […]“ Hér gat ég ekki fyrir mitt
litla líf munað eftir neinni sögu af líkani af umferðarslysi í París, þrátt fyrir að
fletta til baka. Þetta hefði þurft að rifja upp fyrir lesandanum en mögulegt er að
eitthvað hafi dottið hér út í þýðingunni sem hafi átt að skýra málið. Aftur er svo
minnst á umferðarslysið neðar á síðunni án þess að það hafi verið skýrt frekar í
millitíðinni: „Wittgenstein leiddi hugann að umferðarslysinu þar sem leikföngin
og tengsl þeirra sín á milli voru eftirlíking raunveruleikans.“ Hér eru leikföng
komin inn í söguna líka og enn erfiðara að átta sig á málinu. Hvernig tengjast
leikföng umferðarslysum?
Á bls. 111 er því svo haldið fram að nýstárleg hugsun Wittgensteins hafi falist í
að setja tungumálið í brennidepil heimspekinnar. Vissulega var tungumálið helsta
viðfangsefni Wittgensteins en það hafði nú heldur betur líka verið viðfangsefni
annarra á undan honum, til dæmis Bertrands Russell og Gottlobs Frege. Því fólst
engin nýjung í því að fást við tungumálið í heimspeki þótt Wittgenstein hafi
vissulega haft nýstárlega sýn á það. Eins er ég ekki viss um að lesandi sem ekki
hefur lesið heimspeki áður átti sig mikið á hugmyndum Wittgensteins þegar sagt
er að hugsanir og ályktanir séu háðar því tæki sem tungumálið er, samkvæmt
Wittgenstein, en að hann líti samt sem áður svo á að tungumálið spegli raunveru-
leikann. Raunar hef ég ákveðnar efasemdir um tilgang þess að reyna að skýra
heimspeki Wittgensteins á hlaupum í inngangsriti um heimspeki. Ég er ekki
viss um að lesandi sem enga þjálfun hefur fyrir í heimspeki sé miklu nær um
hugmyndir Wittgensteins eftir umfjöllun Prechts. Eins og vel er þekkt þykja
hugmyndir Wittgensteins flóknar og skrif hans torskilin, þannig að heimspek-
ingum ber almennt engan veginn saman um rétta túlkun verka hans. Þannig er
líka eitthvað vafasamt við að setja fram sína eigin túlkun á Wittgenstein, eins
og Precht gerir, sem sjálfsagðan hlut án þess að geta þess að hún sé aðeins ein af
mörgum mögulegum.
Á bls. 112 er sagt frá Vínarhringnum á mjög villandi hátt, hann er kallaður Ernst
Mach-félagið og gefið í skyn að hann hafi gengið út á valdbeitingarhugmyndir um
alræðisríki sem hafi átt að banna fólki að skrifa tvíræðar setningar og beita mynd-
líkingum eða háði. Þetta er vægast sagt ósanngjörn mynd af því sem Vínarhrings-
menn stóðu fyrir. Vissulega voru hugmyndir Machs meðal áhrifavalda þeirra og
rétt er að sannreynsluhyggja um merkingu sem Vínarhringsmenn aðhylltust fól í
sér ákveðnar hugmyndir sem gengu út á að eyða tvíræðni, í ákveðnum sértækum
Hugur 2014-5.indd 258 19/01/2015 15:09:42