Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 35
33
1973 tók það að hækka á ný og náði hámarki í apríl og maí 1974.
Var það þá 129% hærra en á fyrsta ársfjórðungi 1972. Vegna lélegr-
ar uppskeru í Bandaríkjunum og víðar — og einnig vegna gífurlegrar
verðhækkunar á sykri — hélt matvælaverðlag þó áfram að hækka
fram í nóvember 1974, er það tók að lækka á ný. Hafði matvæla-
verðlag þá hækkað um 175% frá 1. ársfjórðungi 1972. Það sem af
er árinu 1975 hefur hráefnaverðlag farið stöðugt lækkandi og er það
nú 19% iægra en það varð hæst. Verðlag hráefna til iðnaðar er 40%
lægra en hámarkið og matvælaverðlag er 25% lægra. Þar sem breyt-
ingar á skráðu verðlagi liráefna á heimsmarkaði koma yfirleitt ekki
fram í viðskiptum fyrr en eftir sex tii níu mánuði, má telja, að
lækkun hráefnaverðlags hafi ekki haft áhrif á aðfangaverðlag iðn-
aðar fyrr en á þessu ári. Ofan á hækkandi hráefnaverðlag bættisí
síðan hin gifurlega hækkun olíuverðs í árslok 1973, eins og nánar
verður vikið að. Áhrif liráefna- og olíuverðhækkana á neyzluverðlag
voru mjög misjöfn í hinum ýmsu löndum, en víða voru verðhækk-
anir svo örar, að laun fylgdu ekki með og rýrnaði því kaupmáttur
tekna einstaklinga. Þetta hlaut að leiða til breyttra viðhorfa á vinnu-
markaði, og hafa launahækkanir yfirleitt verið mun meiri á undan-
förnum árum en áður var, og hefur það aukið á verðbólguna.
Áætlað hefur verið, að á árinu 1974 hafi verðlag hækkað um
2—3% í aðildarríkjum OECÐ beinlínis vegna oiíuverðhækkunarinn-
ar. Við þetía rýrnaði kaupmáttur tekna einstaklinga og dró úr einka-
neyzlu að sama skapi, ef ekki komu til örvandi aðgerðir hins opin-
bera. Þar sem um 50—65% þj óðarframleiðslu OECD-ríkj anna er
ráðstafað til einkaneyzlu hlaut sá samdráttur eftirspurnar, sem oliu-
verðhækkunin olli, að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir hagvöxt
og nýtingu framleiðsluafla, einmitt á þeim tíma, þegar samdráttar
var þegar tekið að gæta af öðrum orsökum. Olíuverðhækkunin hef-
ur einnig haft víðtælc áhrif á milliríkj averzlun í heiminum. Mikill
halli hefur orðið á vöruskiptajöfnuði flestra olíuinnflutningslanda
vegna versnandi viðskiptakj ara og vöruskiptajöfnuður olíuútflutn-
ingsianda hefur batnað að sama skapi. Hér hefur því orðið veruleg
tilfærsla tekna frá olíuinnflutningsríkjum, þ. e. fyrst og fremst OECD-
löndum, en einnig frá þróunarlöndunum, til olíusöluríkj anna, eða
meiri en svo, að oliulöndin geti á slcömmum tíma aukið innfiuíning
sinn frá öðrum ríkjum sem þessari tekjutilfærslu nemur. Olíuinn-
flutningsríkin sem heild geta því ekki fyrst um sinn mætt stóraukn-
um olíuútgjöldum með auknum útílutningi nema að vissu marki.
Vegna samdráítar iðnaðarframleiðslu hefur að vísu dregið úr olíuinn-
flutningi í flestum ríkjum og tekjur olíusöluríkj anna hafa því ekki
3