Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 46
44
um sérstöku fjárfestingarliðum, eins og áður er getið, jukust um
8% eða um svipaS hlutfall og gert var ráS fyrir i spám á árinu.
JöfnuSur í viðskiptum viS útlönd varS talsvert óhagstæðari en
spár siSari liluta ársins sýndu. Eins og varaS var við i mati á viS-
skiptahorfum um haustiS reyndist aukning innflutningsverðmætis
talsvert umfram spár og birgðasöfnun útflutnings sömuleiðis. Hér
kom tvennt til. Sjávarvöruútflutningur varð sáralítill síðustu mánuði
ársins, og eins varð útflutningur á áli siðari hluta ársins mun minni
en áætlað hafði verið og söfnuðust því fyrir talsverðar álbirgðir á
árinu. í heild svöruðu birgðir útflutningsafurða í árslok til 2%
mánaðar meðalútflutnings. Viðskiptahallinn við útlönd nam 15 500
m.kr. 1974 eða um 11%% af þjóðarframleiðslu. Innflutningur fjár-
magns var með allra mesta móti og nam um 9 900 m.kr. nettó, en
dugði þó engan veginn til að vega upp viðskiptahallann, þannig að
heildarjöfnuður í greiðslum við útlönd varð óhagstæður um 5 600
m.kr. á árinu 1974.
Sjávarútvegur.
Árið 1973 var tvímælalaust eitt hagstæðasta ár í sjávarútvegi um
langt skeið. Heildarverðmæti sjávarvöruframleiðslunnar jókst um
65%, einkum vegna afarmikillar hækkunar sjávarafurðaverðs á er-
lendum markaði, sem nam um 51% i íslenzkum krónum — jafngildi
39% verðhækkunar í erlendri mynt. Raunveruleg aukning framleiðsl-
unnar, metin á föstu verðlagi ársins 1972, nam því 9% á árinu. Út-
flutningsverðhækkunin er liin mesta i erlendri mynt, sem orðið hefur
á einu ári, allt frá árinu 1941.
Heildarafli upp úr sjó árið 1973 nam 907 þús. tonnum, og varð 181
þús. tonnum meiri en árið áður. Þorskafli jókst úr 386 þús. tonnum
1972 í 398 þús. tonn 1973, en þar eru þá meðtalin 8.5 þús. tonn af
Fiskaflinn 1971—1974.
Afli upp úr sjó i þús. tonna.
1971 1972 1973 1974
1. Þorskafli 421 386 398 417
2. Síld 61 42 43 40
3. Loðna 183 277 442 465
4. Rækja, humar, skelfiskur .... 15 17 15 11
5. Annar afli 4 4 9 8
Alls
684
726
907
941