Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Qupperneq 51
49
erlendum myntum á árinu jafngildir þessi verðbreyting um 39%
verðhækkun í erlendri mynt.
Árið 1974 reyndist sjávarútvegnum mun lakara ár en 1973. Heildar-
framleiðsla sjávarafurða til útflutnings jókst lítið, hin öra hækkun
afurðaverðs, sem gætti fram eftir árinu 1973, var að mestu um garð
gengin snemma á árinu, og verð ýmissa mikilvægustu afurða tók
að lækka. Samtímis færðist verðbólgan heima fyrir i aukana, mikil
verðhækkun varð á innfluttum aðföngum sjávarútvegs, ekki sízt
olíu, og hagur sjávarútvegsgreina fór versnandi. Heildarverðmæti
útflutningsframleiðslu sjávarafurða jókst um 35%%, einkum vegna
verðhækkunar, sem nam 34% í krónum en um 21% í erlendri mynt.
Framleiðsluaukningin, metin á föstu verðlagi ársins 1973, nam þvi
tæplega 1% að raunverulegu verðgildi.
Heildarafli upp úr sjó árið 1974 nam 941 þús. tonnum, sem var
34 þús. tonnum meira en árið áður. Þorskaflinn jókst um 19 þús. tonn
og varð alls 417 þús. tonn. Togaraaflinn jókst um 52 þús. tonn og
varð alls 149 þús. tonn, en þorskafli hátanna minnkaði hins vegar
um 33 þús. tonn og varð alls 268 þús. tonn. Minni bátaafli stafaði
fyrst og fremst af minnkandi fislcgengd á mið bátanna, sóknarminnk-
un vegna aukinna loðnuveiða og erfiðleikum á að manna bátana,
m. a. vegna stækkunar fiskiskipaflotans. Loðnuaflinn 1974 varð alls
465 þús. tonn, um 23 þús. tonnum meiri en árið áður. Síldaraflinn
varð heldur minni en árið áður eða um 40 þús. tonn, og var mestum
hluta aflans eða 39 þús. tonnum landað erlendis. Humarveiðar voru
takmarkaðar við 2 þús. tonn og var það 800 tonnum minni afli en
árið áður. Rækjuafli minnkaði um 10% og varð um 6 500 tonn,
en hörpudiskafli minnkaði verulega eða um tæp 40% og varð um
2 800 tonn. í lieild jókst verðmæti landaðs sjávarafla, metið á föstu
verðlagi, um 2%—3%, og er það nokkru minna en þungabreyting
aflans gefur til kynna.
Eins og þessar tölur gefa til kynna, hægði verulega á aukningu
framleiðslunnar á árinu 1974 miðað við fyrra ár og nam aukning
útflutningsframleiðslunnar einungis um 1%. Mest varð aukning salt-
fiskframleiðslunnar eða um 19%%, en skreiðarverkun minnkaði um
helming. Framleiðsla frystra fiskafurða minnkaði um 1%% en um
2%% ef loðna er frátalin. Framleiðsla bræðsluafurða var svipuð og
árið áður. Síldarsölur erlendis minnkuðu um tæp 9% og ísfisksölur
um 7%. Framleiðsla annarrar sjávarvöru en hér hefur verið talin,
það er lagmetis, grásleppuhrogna, hvalafurða og afurða lifrarbræðslu,
minnkaði i heild um 6% frá 1973.
Eins og áður segir nam verðhælckun sjávarafurða i heild á árinu
4