Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 195
193
stóru svæði. Enn er samt erfitt að gera sér grein fyrir, hvort afla-
tregðan stafar af ofveiði eingöngu. Mun þá einkum vera um að ræða
aflann árin 1971 og 1972. Aflinn var mestur árið 1971 eða 1725 lestir.
Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir ligg'ja, var aflinn heldur minni
árið 1972 og enn minni árið 1973. Hafi verið um ofveiði að ræða
árin 1971 og 1972 ætti stofnhlutinn að geta gefið mun meira af sér
árið 1975 en árið 1974, þar sem sóknin var mjög lítil það ár. Mun ráð-
legt að setja kvóta á veiðisvæðið til að forðast of mikla sókn.
Eins og sjá má á 1. mynd er 1970 árgangurinn mest áberandi og
kemur hann fram sem 1 árs árið 1971.
Breiðafjörður.
Yeiðar hófust árið 1969 á svæðinu og hefur ársaflinn aukist ár frá
ári. Nú í ár er aflinn yfir 800 lestir. Ekki er enn fyrirsjáanlegt, hversu
mikið er æskilegt að veiða á miðum Breiðfirðinga. Áætlaðar tölur
samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, koma fram í 1. töflu.
Ekki er unnt að sýna áberandi aldursflokka á Breiðafirði þar eð
reglubundnar mælingar á rækju hófust þar ekki fyrr en á þessu ári.
Arnarfjörður.
Veiðar gengu sæmilega vorið 1974. Eins og sjá má á 2. mynd var
aldursflokkurinn III mest áberandi vorið 1974. Þetta er 1970-árgang-
urinn, sem mun bera uppi veiðina árið 1975. Á því 11 ára tímabili,
sem myndin sýnir, hafa aðeins 3 sterkir árgangar komið fram í Arn-
arfirði eða 4.—5. hvert ár. Ekki er vitað, hvað veldur því, að árgangar
eru missterkir hjá rækju, en sveiflurnar eru hvað mestar hjá Arnar-
fj arðarrækj unni og er stofnhlutinn eftir því viðkvæmur. Vl-árgang-
urinn, sem sést í febrúar 1974, er enn í veiðinni haustið 1974, en
hann ber veiðina lítt uppi lengur og enn minna árið 1975.
Samkvæmt nýjustu útreikningum virðist of mikið hafa verið veitt
af Arnarfjarðarrækjunni á árinu 1970, eða 692 lestir. Þetta kom
fram í mjög lágum afla á togtíma árin 1971 og 1972. Síðustu árin hef-
ur afli verið minni, einkum árið 1972, en þá veiddust samkvæmt
skýrslum skipstjóra 507 lestir, en árið 1973 veiddust 632 lestir. Heild-
araflinn var heldur mikill árið 1973.
Reiknað er með því nú, að varanlegur hámarksafli í Arnarfirði
sé um 550—600 lestir (sjá 1. töflu). Verður framvegis reynt að veiða
ekki meira en þetta á ári, nema ástæða sé til að halda, að varanleg-
ur hámarksafli hafi breyst fyrir svæðið.
13