Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Page 50
48
leita til mín. Augun voru bæði þrútin, meira það, sem fyrr bólgnaði;
gat hann ekki opnað það nema lítið eitt. Bólgan var á að líta alveg eins
og í konunni í Ásum. Ljósfælni var ekki rnjög mikil, en vatnsrennsli
mikið og dálítill gröftur í augnakrókum. Sjúklingurinn sagði, að aug-
un væru hálflímd aftur fyrst á morgnana.
Ég tók nú dálítið af slími og grefti úr augnakrókum og microsco-
peraði; fann ég bacteríur í hópum; það voru stafir, ekki ólíkir Weels-
bacill., en tæplega hægt að segja, að þeir væru eins og Poulard sýnir
mvnd af þeim.
Ég lét sjúldinginn hafa sol. sulf. zincici, og eftir ráðleggingu Poulards
hafði ég það 2%, en ég læt venjulega %--l% upplausn. Sjúklingn-
um batnaði fljótlega, og bar ekki á neinum eftirstöðvum. Ekki hefi ég
frétt um, að fleiri hafi fengið þenna kvilla.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII og IX.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
Sjúklingafiöldi 1922—1931: 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931
Gonorrhoea 198 259 241 258 340 348 407 431 519 400
Syphilis 23 22 20 31 32 34 21 13 29 21
Ulcus vener. 17 9 1 8 5 5 3 12 15 3
L e k a n d i. Úr lekanda virðist drag a verulega á þes su ári, hvort sem
framhald verður á eða ekki. Hefir tilfellunum þó eingöngu fækkað í
Reykjavík, enda er þar mestu af að taka. Utan Reykjavíkur má fram-
talið heita nákvæmlega eins og síðastliðið ár, að öðru leyti en því, að
nokkuð skakkar á milli héraða eins og vant er. Sjúkdómurinn er enn,
eins og kynsjúkdómarnir yfirleitt, nær eingöngu í kaupstöðum og
þorpum. Um 370 sjúklinga er þess að getið að 22 hafi verið erlendir,
þ. e. 5,9%, sem er miklu minna en undanfarin ár (1929: 14,3%
1930: 10,4%).
Sárasótt. Framtaldir sjúklingar eru einnig færri en síðastliðið ár,
en tiltölulega miklu fleiri eru innlendir en áður. Er getið um þjóðerni
allra sjúklinganna, og voru aðeins 2 erlendir, þ. e. 4,8% (1929: 62,5%,
1930: 42,3%).
Linsæri. Aðeins 3 tilfelli eru talin fram, og er þess getið um 2
sjúklingana, að þeir hafi verið innlendir.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Mun svo um kynsjúkdómana sem farsóttirnar, að mikið skorti
á rétt framtal hjá læknum.
Hafnarfi. Kynsjúkdómar sjaldgæfir.
Ólafsvíkur. Varð ekki var við þessa sjúkdóma í héraðinu þetta ár.
Yfirleitt hafa verið hér lítil brögð að þeim á undanförnum árum, —
aðeins við og við komið fyrir einstök tilfelli af gonorrhoe, og þá venju-
lega mátt rekja upptök sjúkdómsins til smitunar í Reykjavík.