Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Side 83
81
Þessir voru helztu kvillar þeirra, er sóttu ljóslækningar: Berkla-
veiki 13, blóðleysi og vanþrif 11, beinkröm 5, aðrir sjúkdómar 1.
Hofsós. Þetta ár tók ég sjúklinga eins og að undanförnu. Daggjald
var hið sama og áður, kr. 3,00.
Akureyrar. 1. janúar brann efsta hæð Kristneshælisins — þakloft-
ið, sem gert var af tré og bárujárni. Um uppkomu eldsins varð elcki
uppvíst, en haldið, að hefði orðið út frá rafmagnsleiðslu. Eldurinn var
mikill og olli nokkrum felmtri meðal sjúldinga, en sem betur fór barst
hann ekki niður í sjúkrastofurnar, enda öll byggingin neðan þaksins
úr steinsteypu og aðeins eitt stigagat upp á loftið, en stiginn úr stein-
steypu, svo að auðvelt var að verja eldinum að leita þar niður. Loftið
allt á efri hæðinni sviðnaði og sprakk nokkuð hér og hvar.
Að meðaltali voru 51 sjúklingur á dag eða m. ö. o. sjúkrahúsið var
venjulega fullskipað sjúklingum. Einangrun aðkomumanna á sótt-
varnarhúsinu vegna inflúensunnar í marzmánuði hleypti all-mikið
upp tölu sjúklinga, þó þar væri mcst um heilbrigða að ræða. Röntgen-
myndir voru teknar af 139 sjúklingum.
L j ó s 1 æ k n i n g a r. 49 sjúklingar á sjúkrahúsinu fengu ljósböð
(ýmist kvartsljós eða kolbogaljós) í samtals 1867 klst. Þar að auki
gengu 72 sjúklingar til ljóslækninga utan úr bæ og fengu ljósböð í
samtals 969 klst. Um sumarmánuðina var unnt marga sólskinsdaga
að spara ljósin og láta sjúklingana l'á sólböð í sólbyrgi sjúkrahússins
á túninu.
Um ljóslækningarnar skal ég taka það fram, að mín reynsla er sú,
að óefað gera þær mörgum gott, ekki sízt börnum og unglingum, en
hitt er mér oft angursefni, hve oft þær koma að Iitlum eða engum not-
um. Finnst mér oft erfitt að átta sig á, hvað sé ljósunum að þakka og
hvað tíma og góðri aðbúð, þvi í gamla daga batnaði mörgum án ljósa.
Þrátt fyrir nokkurra ára reynslu hefi ég ekki enn sannfærst um, að
kolbogaljós séu betri við bein- og liðaberkla en kvarzljósin, en kol-
bogaljósin voru útveguð með talsverðum tilkostnaði í von um, að það
væri sjúklingunum í hag og til að „tolla í tízkunni og dependera af
Dönum“. Þegar ég sé nokkurn veg til þess, mun ég vinna að því, að
ljósstofan verði stækkuð, góð baðáhöld sett þar, loftræsting bætt o. fl.
í sótthreinsunarkatli og formalínklefa sóttvarnarhússins var sótt-
hreinsað 15 sinnum vegna skarlatssóttar, 5 sinnum vegna taugaveiki
og 30 sinnum vegna berklaveiki. Komu hinir sóttmenguðu munir því
nær eingöngu úr Eyjafjarðarsýslu.
Höfðalwerfis. Sjúkraskýlissjóðurinn er nú orðinn kr. 6355,64. Hús-
ið hér í Grenivík ásamt 20 dagsláttum af landi var ákveðið sem lækn-
isbústaður. Landstjórnin l>auð héraðinu húsið til kaups, en ekki var
hægt að taka því boði. Eins og ég hefi áður lýst, er húsið lítt hæft til
íbúðar.
Húsavíkur. Eins og fyrr hefir verið getið, hefir héraðið ekki hugsað
neitt fyrir byggingu sjúkrahúss, en tími sá, er ég hefi leyft húsrúm í
mínu húsi er þá og þegar útrunnin — eftir tæp 2 ár. 1 sambandi við
sjúkrahúsið hefi ég eins og að undanförnu ljóslækningaáhöld, Sollux-
og kvartslampa, einnig diathermiáhöld (Lang- und Wechselwellen-
strahlen), svo og rauð og blá ljós.
6