Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Qupperneq 140
138
Þessir 23 sjúklingar hafa yfirleitt haft þunga berkla. Af þeim hafa
6 dáið (5 karlar, 1 kona), 10 farið heim heilbrigðir eða með góðum
bata (5 karlar, 5 konur), en 7 dvelja enn í hælinu (2 karlar, 5 konur).
Fyrsta verk mitt á Húsavík var að gera Pirquetrannsókn á nemend-
um barna- og unglingaskólans, sem til náðist; voru það börn og ung-
lingar á aldrinum 8—16 ára, 102 að tölu.
Niðurstaða rannsóknarinnar var þessi:
Aldur Talabarna + Pirq.
8 ára ....................... 22 6 27 %
9 — ......................... 13 3 23 —
10 — ......................... 12 5 42 —
11 — ....................... 10 6 60 —
12 — ......................... 12 8 67 —
13 — 14 10 71 —
14 — .......................... 7 6 86 —
15 — .......................... 8 7 87 —
16 — .......................... 4 4 100 —
102 55 53,9%
Útkoma þessi sýnir, að smitun barna á skólaaldri er algeng á Húsa-
vík, en nær þó ekki þeirri hæð, sem hún hefir talin verið sumstaðar
annarsstaðar hér á landi. — Þess ber að geta, að í haust gerði héraðs-
læknir aftur Pirquet-rannsókn á börnum þeim, sem negativ reyndust
í vor, og voru þá 12 þeirra orðin pósitív. Reyndust þá pósitív 58% nem-
enda barna- og unglingaskóla, 7 ára og eldri.
Þá gaf héraðslæknir mér skrá yfir hús þau og fjölskyldur, þar sem
borið hafði á berklum síðustu árin, eða vafi lék á, hvort svo hefði ver-
ið. Voru það samtals 64 fjölskyldur, sem bjuggu í 52 húsum. Sonur
læknisins, sem kunnugur var í hverjum krók og kyma og þekkti alla
þorpsbúa, var mér til aðstoðar og leiðbeiningar, þegar ég fór að ganga
í húsin. Kom ég til allra þessara 64 fjölskyldna, skoðaði alla, sem veik-
ir höfðu verið eða grunsamir, og í 45 þeirra þóttist ég finna berkla eða
greinilegar eftirstöðvar þeirra. Ekki varð alveg hjá því komizt, að
nokkrir, sem fjarverandi voru, slyppu hjá, en þeir voru þó fáir.
Niðurstaðan á skoðun minni var þessi.
Apicitis: 3 karlar 15—45 ára, 4 konur 20—48 ára, alls 7. Á sumu af
þessu fólki voru deyfur og breytt öndunarhljóð í apices, en á öllum
heyrðist crepitatio. Raunar verður ekki fullyrt, nema eftir Röntgen-
skoðun, hvort allt þetta fólk hefir lungnaberkla, en að öllum ástæðum
athuguðum, verð ég að telja svo.
Fistula region. par.otid.: 1 drengur 7 ára.
Lymphoadenitis colli: 3 drengir, 2 stúlkur, alls 5, á aldrinum 10—
23 ára. Aðeins talið það, sem er bersýnilega af berklauppruna og þarfn-
ast sérstakrar læknismeðferðar.
Ostit. tuh. articul. talocruralis: 1 stúlka 4 ára.
Phthisis pulmonum: 1 karlmaður 39 ára, 5 konur 15—56 ára, alls
6. Allt þetta fólk hefir greinilega aktiv lungnaberkla.