Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 61
I. Árferði og almenn afkoma.
Tíðarfar á árinu 1951 var samkvæmt
upplýsingum YeSurstofunnar yfir-
leitt hagstætt um vesturhluta landsins,
en óhagstætt um austurhlutann. Aust-
læg átt tiðari en venja er til. Meðal-
hiti ársins um meðallag. Úrkoma einn-
ig um meSallag. Við vesturströndina
var sjávarhiti rösklega Vi° undir með-
allagi, en annars staðar að meðaltali
um Vi° yfir meðallagi. Veturinn 1950
—1951 (des.—marz) kaldur og viðast
snjóþungur. Hagar yfirleitt lélegir og
samgöngur erfiðar. Meðalhiti um 1°
undir meðallagi. Marz var kaldasti
mánuðurinn með meðalhita nálega 3°
undir meðallagi. Þann mánuð var all-
hvöss norðan- og norðaustlæg átt tíð.
Urkoma vetrarmánuðina mældist tæp-
lega % af meðalúrkomu, en var að til-
töJu meiri á Norðurlandi en í öðrum
landshlutum. Vorið (april—maí):
Meðalhiti vormánuðina um Vi ° undir
meðallagi og úrkoma nokkru minni
en meðallag. Fram yfir miðjan april-
mánuð var voriö kalt, en í mánaðar-
lokin brá til batnaðar og var maimán-
uður góður um allt land. Leysingar þó
ekki bráðar og hvergi spjöll af vatna-
gangi. Allmikið kal i túnum. Sumarið
(júní—sept.): Meöalhiti um meöallag.
Um norðan- og austanvert landið var
úrkoma nálega % yfir meðallagi, en
á Suðvesturlandi um það bil Vs undir
meðallagi. Sólskinsstundir í Reykja-
vik 58 fleiri en meðaltal 20 ára. Júni
og júli voru þurrviðrasamir um allt
land, og háði það mjög öllum gróðri.
Heyskapartið góð framan af sumri um
aJlt land, en eftir miðjan ágúst gerði
iangan óþurrkakafla um Norður- og
Austurland. Þar hröktust hey til
skemmda, en náðust þó öll í septem-
berlok. Uppskera garðávaxta mjög rýr
á Noröurlandi, en sæmileg i öðrum
landshlutum. Haustið (okt.—nóv.):
Meðalhiti tæplega 1° yfir meðallagi,
en úrkoma um meðallag á öllu land-
inu. Október var hlýr og votviðra-
samur, en nóvember mjög þurrviðra-
samur nema siðustu dagana. Snjór
með minna móti og hagar góðir.
Gjaldeyrisafkoma landsmanna batn-
aði lítið eitt á árinu, þrátt fyrir ó-
hagstæðan vöruskiptajöfnuð, og kom
þar til stórvægileg efnahagsaðstoð er-
lendis frá, þar sem var Marshallfé og
framlag Efnahagssamvinnustofnunar-
innar. Slakað var á innflutningshöml-
um, og gætti lítt eða ekki vöruskorts
á árinu. Dregið var úr verðlagseftir-
liti, og leiddi það til hækkaðrar á-
lagningar á vörur, einkum fyrst í stað.
Grunnkaup hækkaði ekki á árinu. At-
vinnuleysis meðal verkalýðs gætti öllu
meira en á síðast liðnu ári, en ekki
verulega. Vísitala framfærslukostnað-
ar hækkaði frá janúar 1951 til janúar
1952 úr 128 stigum upp i 153 stig.1)
Rvík. Almenn afkoma yfirleitt sæmi-
leg. í febrúar mest atvinnuleysi, 418
(251 árið fyrir), en minnst í ágúst,
22 (57).
Hafnarfj. Afkoma manna versnandi.
Hjálpast þar að vaxandi dýrtið,
minnkandi atvinna yfirleitt og afla-
brestur, bæði á síld- og þorskveiðum.
Akranes. Útflutningsframleiðslan
hér á Akranesi talin þessi á árinu:
1) Aðallega samkvæmt Árbók Landsbank-
ans 1951.