Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 74
1951
— 72 —
aði um 6, þrátt fyrir óvenjulitla barn-
komu, enda mikil atvinna á Þingeyri.
Flateyrar. Fólkinu hefur fækkað.
Leitar það þangað, sem atvinnu er að
vænta, og skilur eftir auð góð, en ó-
seljanleg liús.
Bolungarvíkur. Fólki fækkaði um
25 manns á árinu. Fluttust 5 fjölskyld-
ur alfarnar suður, 1 til Keflavíkur,
hinar til Reykjavíkur.
ísafj. Fólki fækkaði i héraðinu um
64. Það flýr aflaleysi, óáran og illa
stjórn.
Ögur. Fólksfjöldi hefur nokkurn
veginn staðið í stað á árinu (fækkaði
þó um 15). Sandeyri á Snæfjallaströnd
lagðist í eyði, en önnur jörð, Kleifar
í Skötufirði, sem verið hafði í eyði í
nokkur ár, var byggð á ný. Settist þar
að bílstjóri úr Reykjavík, og má það
heita einsdæmi, að slikir menn leiti
sér landnáms í afdölum.
Hesteyrar. Fólki hefur fækkað mjög
í héraðinu undanfarin ár, en fólks-
fjöldi staðið í stað á þessu ári. Allar
likur benda þó til þess, að héraðið
leggist algerlega i eyði eftir nokkur
ár. Á Hesteyri, þar sem áður var all-
stórt þorp, býr nú 1 maður. Standa
þar mörg hús auð, m. a. læknisbústað-
urinn gamli.
Hólmavíkur. Fólksfækkun með
mesta móti. Fólk fór að tínast burtu
úr þorpunum, er á haustið leið og
fyrirsjáanlegt var algert atvinnuleysi.
Hvammstanga. Enn nokkur fólks-
fjölgun, en minni en árið áður, 13
manns. Á síðast liðnum 2 árum hafa
byggzt 6 jarðir, sem áður voru komn-
ar í eyði.
Blönduós. Fólksfjöldi fór enn held-
ur vaxandi. Fólksfjölgunin kemur nið-
ur á Blönduósi, en hefur staðið í stað
í Höfðakaupstað og sveitunum, tekn-
um i heild. Fólki fækkaði, eins og all-
oft áður, í uppsveitunum beggja vegna
Blöndu, og var þó tekin upp byggð á
ný á 2 eyðibýlum i Svartárdal, en eng-
in jörð fór i eyði á árinu í öllu hér-
aðinu.
Sauðárkróks. Fólki hefur fjölgað um
39 i héraðinu á þessu ári. Er sú fjölg-
un mest á Sauðárkróki og nokkur á
Skaga.
Hofsós. Fækkað hefur á árinu um 8
manns. Er það aðallega vegna óvenju-
mikils manndauða og tiltölulega litill-
ar barnkomu.
Dalvíkur. Fólki fækkaði lítils háttar.
Akureyrar. íbúum héraðsins hefur
fækkað um 166 manns á árinu. Fækk-
unin er eingöngu bundin við Akur-
eyrarbæ.
Grenivíkur. Fólksfjöldi næstum hinn
sami og siðast liðið ár.
Kópaskers. Búsettu fólki í héraðinu
fjölgaði um 28 á árinu og nú meira
í sveitunum en á Raufarhöfn.
Vopnafj. Á árinu fæddust 16 lifandi
börn, en 6 manneskjur dóu. Samt
fækkaði íbúum héraðsins um 7, eða
um 17, ef viðbótaraukningunni er
bætt við.
Bakkagerðis. Fólkinu fjölgaði litið
eitt á árinu.
Seyðisfj. íbúum í læknishéraðinu
fækkaði um 16 manns á árinu, 7 í
kaupstaðnum og 9 í Seyðisfjarðar-
hreppi og Loðmundarfirði.
Nes. Fækkað hefur um 6 á árinu í
liéraðinu. 1 góðbýli fór í eyði i Norð-
fjarðarhreppi, raflýst með sæmilegum
byggingum og túni, enda von um, að
það byggist á næsta ári.
Djúpavogs. Mér virðist komin stöðv-
un á fólksfækkun í héraðinu, og hefur
heldur fjölgað frá því árið áður.
Hafnar. Fjölgaði í héraðinu um 6
manns. 1 bær fór i eyði á árinu, en
annar byggðist úr eyði. Nýbýli eru
nokkur að rísa, og virðist hugur í
ungum mönnum standa til búskapar.
Nokkuð flyzt til á ári hverju í sýsl-
unni, þ. e. fjölgar á Höfn, en fækkar
í sveitum, en með minna móti í ár.
Mun stafa af batnandi samgöngum og
vafasömum horfum um atvinnulif
kauptúnsins.
Selfoss. Met, hvað fólksfjölgun
snertir í héraðinu. Fjölgaði í öllum
hreppum, en mest í Grimsness- og
Laugardalshreppum. Munar þar mest
um Ljósafoss og Laugarvatn.
Keflavíkur. Aðstreymi stöðugt af
aðfluttu fólki og þvi fólksfjölgun mik-
il, enda atvinnu- og afkomumöguleikar
góðir. Lætur nærri, að fólksfjölgun sé
þreföld, saman borið við það, sem
eðlilegt væri, samkvæmt fæddum og
dánum.