Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 75
— 73 —
1951
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Þó að fæstir læknar geri mikið úr
kvillasemi á árinu, hefur verið jafnvel
óvenjumikið um faraldra næmra sótta
umfram þær, sem ætið eru á ferli. Má
þar til nefna bæði inflúenzu og mis-
linga, sem báðar voru i mannskæðara
iagi, eftir þvi sem verið hefur um síð-
ustu faraldra þessara sótta. Þá kvað
og ailmikið að kikhósta, hvotsótt og
hlaupabólu, auk þess sem lungnabólgu
gætti með meira móti. Loks bar nokk-
uð á mænusótt í Reykjavík og grennd.
Ekki náðu þó þessar sóttir sér svo
niðri, að þeirra sæi stað á heildar-
manndauða á árinu, því að hann var
í lágmarki (7,9/c) og hefur aðeins tví-
vegis áður náð þvi að verða jafnlágur,
þ. e. 2 síðast liðin ár.
Rvík. Heimtur á vikuskýrslum lækna
voru nú miklu betri en 1950, eða 1400
(612), enda voru læknar iðulega
minntir á að skila skýrslu, ef hún
barst ekki á réttum tíma. Þessa verð-
ur að gæta, þegar bornar eru saman
sjúkdómaskrár þessara ára.
Hafnarfj. Farsóttir með meira móti,
þar sem 3 miklar farsóttir, inflúenza,
kikhósti og mislingar, gengu samtímis
fyrra hluta ársins. Hefði mátt búast
við miklum manndauða af þeirra völd-
um fyrir svo sem hálfri öld, en nú er
önnur aðstaða gegn slíkum gestum en
þá var.
Akranes. Farsóttir gengu með meira
móti á þessu ári, kverkabólga, kvef-
sótt og iðrakvef allt árið og inflúenzu-
faraldur um veturinn.
Stykkishólms. Árið i meira lagi
kvillasamt. Hafa ýmsar farsóttir verið
á ferðinni allt árið og stundum fleiri
en ein í senn.
Búðardals. Heilsufar sæmilegt fyrra
og siðara hluta ársins, en allkvillasamt
i júní og júlí, aðallega vegna mislinga.
Reykhóla. Töluvert kvillasamt.
Þingeyrar. Heilsufar sæmilegt.
Flateyrar. Ýmsar farsóttir hafa
gengið, einkum meðal barna, og lagzt
mjög misjafnlega þungt á. Fylgikvillar
þó fáir.
ísafj. Heilsufar yfirleitt gott á ár-
inu, þrátt fyrir nokkra fjölbreytni í
farsóttum.
Ögur. Heilsufar gott allt árið.
Hólmavíkur. Heilsufar með verra
móti fyrra hluta árs, en yfirleitt gott
síðara hlutann.
Hvammstanga. Heilsufar yfirleitt
gott.
Blönduós. Sóttarfar með meinlaus-
asta móti. Nokkuð krankfellt var þó i
ársbyrjun vegna mislinga og framan
af sumri vegna allmagnaðrar kvef-
sóttar.
Sauðárkróks. Sóttarfar i meðallagi.
Hofsós. Heilsufar yfirleitt tæplega í
meðallagi.
Ólafsfj. Heilsufar mjög gott.
Dalvíkur. Heilsufar mátti heita gott
á árinu.
Akureyrar. Heilsufar mátti teljast
gott á árinu, og engir stórfaraldrar
gengu í héraðinu.
Grenivíkur. Heilsufar með lakara
móti.
Breiðumýrar. Þá 3 síðustu mánuði
ársins, sem núverandi liéraðslæknir
gegndi héraðinu, voru engar umgangs-
pestir, sem gætu talizt faraldrar.
Húsavilcur. Heilsufar yfirleitt gott.
Kópaskers. Nokkuð kvillasamt var
á árinu, en þó ekki mikið um alvar-
leg veikindi.
Vopnafí. Farsótta gætti nokkru
minna en árið áður.
Bakkagerðis. Heilsufar sæmilegt.
Engar mannskæðar sóttir.
Seyðisfí. Fremur kvillasamt.
Nes. Heilsufar slæmt á árinu. Far-
sóttir óvenjuþrálátar, slappleiki, blóð-
leysi og gigt áberandi almenn i hér-
aðinu, a. m. k. miðað við önnur hér-
uð, sem mér eru kunn. Kenni þar
um 2 sólarlitlum sumrum og hörðum
vetrum.
Búða. Heilsufar í lakara lagi.
Djúpavogs. Heilsufar mátti heita á-
gætt allt árið, varla orðið kvefsóttar
vart, og er það óvanalegt.
Hafnar. Heilsufar sæmilegt.
Kirkjubæjar. Heilsufar gott.
10