Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 77
— 75 —
1951
2. Kvefsótt
(catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 20707 17962 20187 22689 22248
Dánir 4 2 1 1 31)
Mjög svipuð tala skráðra sjúklinga
ár eftir ár og aðfarir þessa tiðasta
kvilla með þjóðinni (og reyndar öll-
um þjóðum) nú ekki sögulegur frennp’
venju.
Hafnai'ij. Nokkuð jöfn allt árið, þó
heldur meiri síðari vetrarmánuðina
en aðra tíma ársins.
Akranes. Á kvefsótt bar mikið í jan-
úar, en úr henni dró svo allmikið i
febrúar og marz. Færðist hún í auk-
ana með vorinu og náði hámarki í
maí. Dró svo úr henni, þegar fram
kom í ágúst. Var heilsufar þannig lak-
ara um hásumarið en venjulega.
Borgarnes. Kveffaraldrar gengu allt
árið, jukust snögglega í febrúar og
líktust þá inflúenzu.
Stykkishólms. Með meira móti allt
árið; aðeins dregur verulega úr henni
í júlí, en þar sem talsvert var um in-
flúenzu vetrar-, vor- og haustmánuð-
ina, er ekki óliklegt, að þessar tvær
pestir blandist talsvert saman. Ekki
gat kvefsóttin talizt þung.
Búðardals. Varð helzt vart sumar-
mánuðina.
Reykhóla. Viðloðandi í héraðinu allt
árið. Faraldur gekk í aprílmánuði, en
fremur vægur og fylgikvillalaus.
Flateyrar. Mjög tiður sjúkdómur
hér, en skráðir eru aðeins þeir, sem
leita til mín. Miðað við þann fjölda,
sem hafa að jafnaði kvefsótt, eru
fylgikvillar nær engir.
ísafj. Viðloðandi allt árið, mest í árs-
lok (skráning' staðfestir það þó ekki).
1) í hinni nýju alþjóðlegu sjúkdóma- og
dánarmeinaskrá er hráð kvefsótt eða kvef
greint í tvennt: 470 nasopharyngitis acuta og
500 bronchitis acuta s. catarrhus respiratorius
acutus. Ekki keniur til mála, að þessu verði
haidið sundurgreindu i almennri skráningu
iarsótta, en kemur fremur tii greina um dán-
armein; af þessum 3 dánarmeinum er 1 skráð
i hinum fyrr nefnda flokki, en 2 í hinum
síðara.
Hólmavíkur. Mjög útbreiddur slæm-
ur kveffaraldur gekk í apríl—maí,
einkum á Hólmavík. Kveffaraldur
gekk i ágúst i sveitum sunnan Hólma-
víkur og var allslæmur; fengu 3 ungir
karlmenn kveflungnabólgu, og 2 full-
orðnar konur reyndust smitandi af
berklaveiki upp úr þeim faraldri. Ann-
ars kveflitið allan síðara hluta árs.
Hvammstanga. Óvenjulítið um kvef.
Blönduós. Kvefsótt útbreidd, inflú-
enzukennd og þrálát, hófst fyrir sum-
armál og gekk fram yfir mitt sumar.
Sauðárkróks. Gerir, eins og vant er,
nokkuð vart við sig allt árið, mest í
ársbyrjun og svo í júnimánuði, en er
þar sennilega blandað eitthvað saman
við inflúenzuna, sem gekk næstu mán-
uði á undan. Ekki bar mikið á fylgi-
kvillum.
Hofsós. Með minna móti, en við-
loðandi allt árið.
Akureyrar. Gert vart við sig alla
mánuði ársins, eins og vanalega, en
aldrei verið verulega útbreidd; þó
einna mest brögð að veikinni í mai
og júni.
Grenivíkur. Með meira móti og þrá-
lát í sumum; mest var um veikina
vormánuðina og í júlí; gekk þá sem
faraldur.
Kópaskers. Gerði vart við sig flesta
mánuði ársins. Útbreiddur faraldur
um sumarið frá maí til ágúst.
Þórshafnar. Allt árið. Faraldur í
júní—júlí. Fæstir kvefsjúklingar munu
komast á skrá.
Vopnafj. í júni bar mikið á kvefi,
einkum í börnum. Siðustu 3 mánuði
ársins varð kvefsóttar naumast vart.
Bakkagerðis. Var viðloðandi allt
sumarið og fremur illkynjuð.
Seyðisfj. Með meira móti.
Nes. Gekk allt árið. Otitis media
nokkuð algengur fylgikvilli.
Búða. Mörg tilfelli mánaðarlega. Oft
þnng og þrálát.
Hafnar. Slæmur kveffaraldur i mai
—júní. Nokkuð um fylgikvilla, t. d.
otitis media, en eng'ir slæmir.
Vestmannaeyja. Með minna móti.
Eyrarbakka. Mörg tilfelli mánaðar-
lega allt árið. Fátt fylgikvilla.
Lauyarás. Kvefsóttin, sem geisað