Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 78
1951
— 76 —
hafði mestallt árið á undan, hélt á-
fram óslitið, þó ekki með eins mikl-
um ofsa og fór dvinandi, er á leið
sumar, en óx aftur í nóvember og
desember. Framan af árinu blandað-
ist hún mjög inflúenzu og sundur-
greiningin þá að sjálfsögðu tvísýn.
Lögðust báðir þessir kvillar allþungt
á marga og með ýmsum fylgikvillum,
einkum lungnabólgu.
Keflavíkur. Eins og að undanförnu
mjög tið. Þó skal þess getið um sjúk-
lingatal á farsóttaskrá, að það er
næsta óeðlilega hátt vegna skráningar
á Keflavikurflugvelli, þar til herlið
kom aftur, en þá hættu læknarnir þar
að senda mánaðarskrár.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 2 „ 1
Dánir 1 1 „ „
Landið virðist barnaveikislaust, og
er heldur slakað á bólusetningu gegn
veikinni (sbr. töflu XX,2), sem er var-
hugavert og má ekki leiða til fullkom-
ins andvaraleysis.
Sauðárkróks. Bólusett 244 börn, 67
af þeim endurbólusett.
Eyrarbakka. Nokkuð bólusett af
börnum, eins og undanfarin ár, en þó
mun færri en áður.
Keflavíkur. Minni brögð að ónæmis-
aðgerðum gegn veikinni, enda talsvert
aðgert undanfarin ár.
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III og IV, 4.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 85 3 5 4 4
Danir ,, „ „ „ ,,
Aðeins skráð 4 tilfelli, öll í Reykja-
vik, og ekki frekari grein gerð fyrir.
5. Heilablástur
(encephalitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 5.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 7 1 7 10 9
Dánir „12 1,,
Um liin skráðu tilfelli heilablásturs
fjölyrða læknar ekki, enda sennilega
æði oft, að nokkuð skorti á örugga
sjúkdómsgreiningu. Eftirtektarvert er,
bve fáir deyja nú orðið af þeim, sem
skráðir eru með heilablástur, og bend-
ir það til frjálslegri skráningar en áð-
ur, þvi að ekki mun virkum lyfjum
eða aðgerðum til að dreifa. Héraðs-
læknarnir á Akureyri og i Keflavik
ræða i umsögnum sínum hér á eftir
um heilasótt, en skrá tilfellin ekki
samkvæmt því. Akureyrarlæknir nefn-
ir sitt tilfelli encephalitis acuta; Kefla-
víkurlæknir skráir sitt tilfelli sem en-
cephalitis epidemica, en vikur heit-
inu við á skránni og nefnir tilfellið
meningo-encephalitis. Ef rétt eru met-
in áhrif fúkalyfja á sjúklinginn, hefði
e. t. v. fremur átt að skrá tilfellið sem
heilasótt, en annars ættu að vera tök
á að greina þá sótt nokkurn veginn
örugglega þar, sem Rannsóknarstofa
Háskólans er á næstu grösum.
Akureyrar. 1 tilfelli á skrá i nóv-
ember, karlmaður, 53 ára. Lá nokk-
urn tíma með hita, en batnaði svo að
nokkru; þó óvinnufær um áramót.
Keflavíkur. 1 tilfelli skráð, ungbarn.
Batnaði við antibiotica.
6. Barnsfararsótt
(febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 6.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 13 5 9 8 8
Dánir 1 „ „ „ „
Skráð i 3 héruðum: Akureyrar 1,
Hafnar 3 og Keflavikur 4. Til viðbót-
ar þessum 8 tilfellum er á ársyfirliti
um fæðingar getið 6 tilfella í 3 öðrum
héruðum: Ólafsvíkur 3, Þórshafnar 2
og Egilsstaða 1. í öllum þessum til-
fellum mun aðeins hafa verið um að
ræða litils háttar hitahækkun i sæng-
urlegu, er tafarlítið lét undan ígerðar-
varnarlyfjum, svo að ekkert varð úr.
Er þetta orðin hálfgerð vandræða-
skráning, þvi að fráleitt tiunda allir
læknar hverja hitahækkun sængur-
kvenna, en hins vegar torfundið, við
hvað annað ætti að miða.