Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 79
Blönduós. Kemur yfirleitt ekki fyr-
ir hér, enda er þrifnaður góSur hjá
IjósmæSrum, og viS meira háttar fæS-
ingaraSgerSir er þaS siSur minn aS
gefa pensilin á eftir i varúSarskyni.
Grenivíkur. 1 kona fékk lítillega
hitahækkun, er hún lá á sæng; ekkert
það kom fram, sem benti til, að hann
stafaði frá fæðingunni. Var konunni
gefið súlfathiazol, og hvarf hitinn við
það. ,
Þórshafnar. 1 tilfelli eftir eðlilega
fæðingu. Batnaði fljótt.
Hafnar. Mastitis acuta 2, phlebitis
1. Batnaði við pensilín og' aureomycin.
Keflaviknr. 1 kona fékk brjósta-
mein. Var meinið opnað heima. Fékk
pensilín og súlfa. Bati.
7. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, 7.
1947 1918 1949 1950 1951
Sjúkl. 40 28 26 45 34
hánir 1 1 „ „ 2
Flateyrar. Væg tilfelli. Bati fljótur
eftir súlfapyridín og salicylsýrumeð-
ferð.
Keflavíkur. 1 kona í Njarðvikum,
aðflutt úr Reykjavik. Hafði verið mik-
ið stunduð í Reykjavík með litlum ár-
angri. Er á batavegi, en fer hægt.
8. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 8.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 2 „ „ 1
Dánir „ „ „ „ „
Taugaveiki og taugaveikisbróðir (fe-
bris typhoidea abdominalis og febris
Paratyphoidea) hafa jafnan verið
skráð hér á landi i einu lagi, en þess
látið getið, ef vitað hefur verið, að um
taugaveikisbróður hafi verið að ræða,
sem sjaidan hefur komið til. Er ann-
að hvort, að jafnan hefur lítið kveðið
að þcim kvilla hér á landi, nema svo
hafi verið, sem vel getur komið til
greina, að honum hafi verið ruglað
saman við aðrar sóttir fremur en
taugaveiki, og þá iðrakvefsótt eða
blóðkreppusótt. Nú er hin eiginlega
taugaveiki horfin úr landi, en eitt og
eitt tilfelli af taugaveikisbróður skýt-
ur upp kolli, svo sem á síðast liðnu
ári, er 1 slikt tilfelli var skráð, og á
þessu ári, er taugaveikisbróðir veldur
1 mannsláti, víst í Reykjavík, án þess
að sóttartilfellið sjálft hafi náð skrán-
ingu. Þegar svo er komið, fer illa á
að skrá taugaveikisbróður áfram sem
taugaveiki, og er timabært orðið að
skrá hann sérstaklega. Hefst sá háttur
skráningar með þessu ári, og verður
taugaveikisbróður nú og eftirleiðis
helgaður sérstakur kafli í þessu far-
sóttayfirliti og dálkur í samsvarandi
töflum.
Blönduós. Hefur ekki sézt árum
saman, enda er nú enginn smitberi
lengur í héraðinu.
Sauðárkróks. Smitberi sami og áður.
Keflavíkur. Sjúklingur, sem var tal-
inn smitberi, virðist skaðlaus nú í
mörg ár.
9. Iðrakvef (gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 9.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 3587 3445 3983 4664 5672
Dánir 3 2 3 4 9*)
Hafnarfj. Kom fyrir í öllum mánuð-
um ársins, fæst tilfelli framan af sumri
en flest í október, eins og oft er.
Akranes. Iðrakvef gekk nokkuð jafnt
alla mánuði ársins, ekki frekar sumar-
mánuðina.
Boryarnes. Stakk sér niður allt ár-
ið, mest i desember í börnum.
1) í hinni nýju alþjóðlegu sjúkdóma- og
dánarmeinaskrá er iðrakvef mjög greint í
sundur: 042 salmonellosis alia (þ. e. önnur en
taugaveiki og taugaveikisbróðir, 049 intoxicatio
(infectio) alimentaria), 571 gastroenteritis et
colitis, ulcerosa non indicata (í fjögurra vikna
fóJki og eldra), 764 diarrhoea neonatorum (inn-
an fjögurra vikna aldurs) og loks 785,6
diarrhoea (án annarrar skýrgreiningar, í fjög-
urra vikna fólki og eldra). Svo mun eiga að
skilja, að hér sé eingöngu um bráða iðrakvef-
sótt að ræða, því að í sérflokki er langvinnt
iðrakvef og ristilhólga með sárum, 572 enteritis
clironica; colitis ulcerosa. Ekki kemur til mála,
að hinni bráðu iðrakvefsótt verði haldið þann-
ig sundurgreindri í almennri skrásetningu far-
sótta, og mun reynast fullerfitt uin dánarinein.
Hér greind dánarmein eru öll skráð í flokkn-
um 571.