Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 80
1951
78 —
Stykkishólms. TalsverSur slæðingur
í janúar—febrúar, og svo aftur í ágúst
—nóvember. Yfirleitt væg.
Reykhóla. Smáfaraldur í aprilmán-
uði, en fremur vægur.
Flateyrar. Aðeins eitt mjög slæmt
tilfelli, sennilega eitrun af niðursoðnu
kjöti. Oft er enteritis þessi einna helzt
fylgikvilli kvefsóttar, þó að skráð sé
sem sérstök sótt, þvi að oft er sjúk-
lingnum því nær batnað kvefið, er
hann fær iðrakvefsótt.
Ögur. Seint í ágústmánuði gekk
iðrakvefsfaraldur með hita, kveisu-
verkjum og niðurgangi. Veiktust menn
mjög snögglega, en urðu góðir aftur
eftir nokkrar klukkustundir, og hlaut
veikin því heitið „þriggja tíma pestin“.
Breiddist hún óðfluga bæ frá bæ, en
b.varf síðan með öllu eftir hálfan mán-
uð. Aðeins örfáir leituðu læknis (eng-
inn skráður).
Hólmavikur. Nokkur strjál tilfelli,
einkum eftir sláturtíð, en annars
aldrei faraldurskennt.
Hvammstanga. Varð aðeins vart.
Blönduós. Stakk sér nokkuð niður,
einkum í börnum að venju, en nokk-
uð bar einnig á þvi i rosknu fólki i
ársbyrjun.
Sauðárkróks. Gerir frekar lítið vart
við sig, nema i ágústmánuði. Þá er
mikill faraldur að þvi, en ekki skæð-
ur. 4 mánaða gamalt barn er talið
dáið úr enteritis acuta; hafði við og
við frá fæðingu haft meltingartruflun
og um tima verið kvefað. Einnig hafði
borið á otitis.
Akureyrar. Gerði lítils háttar vart
við sig flesta mánuði ársins; komst
hæst i septembermánuði, en var aldrei
slæmt.
Kópaskers. Óvenjumikil brögð að
iðrakvefi á árinu. Gerði það vart við
sig allt árið, en útbreiddur og all-
þungur faraldur í október. Verstur á
Raufarhöfn, enda iðrakvef jafnan al-
gengara þar en i sveitunum, og talar
það sínu máli (þéttbýli og óþrifnað-
ur).
Þórshafnar. Nokkur dreifð tilfelli.
Vopnafj. Stakk sér niður, en gekk
ekki sem reglulegur faraldur, svo að
ég yrði var við.
Nes. Gekk allt árið.
Djúpavogs. Nokkur tilfelli flesta
mánuði ársins.
Hafnar. Faraldur í nóvember og
desemberbyrjun.
Víkur. Að slæðast svo til allt árið.
Vestmannaeyja. Með minna móti.
Laugarás. í ríflegra lagi.
Keflavikur. Veikinnar verður vart
öðru hverju allt árið, en ekki hættu-
leg. Geta má þess, að öldruð hjón utan
úr Garði veiktust allsvæsið og heiftar-
lega i 2—3 daga. Höfðu þau keypt sér
kæfustykki i Reykjavík og neytt þess
bæði með þessum afleiðingum. Fengu
heiftarleg uppköst og niðurgang, sem
stóð i 2—3 daga, og voru altekin. Tók
ég kæfustykkið með mér, og reyndist
vera um skernmdan mat að ræða. Var
þegar tekið fyrir sölu á þessu, og varð
enda eitrun þessi að blaðamáli í
Reykjavík.
10. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 10.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 6997 583 9308 5591 9314
Dánir 10 1 99 5 24
Þó að inflúenza væri alltítt skráð á
síðast liðnu ári, er þetta miklu ótví-
ræðara inflúenzuár. í upphafi ársins
gengur yfir snöggur faraldur, er tekur
til alls landsins, þó að ekki sé skráð-
ur í einstaka héraði, helzt norðan-
lands, nær hámarki þegar í febrúar,
og hefur að mestu lokið sér af á 3—4
mánuðum. Faraldurinn virðist hefjast
austanlands, og er beinlínis tekið
fram, að sóttin hafi borizt til Eski-
fjarðar frá Englandi rétt fyrir ára-
mótin 1951. Inflúenza þessi var all-
þung og reyndist mannskæðari en
verið hefur siðan 1943. Þó var hér
hinn venjulegi inflúenzuveirustofn á
ferðinni (A-prime virus, sbr. Lækna-
blaðið 1954, bls. 84).
Rvík. Gekk i héraðinu fyrra hluta
árs. Virðist hafa byrjað i janúar, en
nær hámarki í febrúar. 5 taldir dánir
úr flenzu eða afleiðingum hennar.
Hafnarfj. Barst hingað i janúarmán-
uði og gekk fram i marzmánuð. Far-
aldurinn mjög vægur og olli ekki telj-
andi eftirköstum.